Sport

Henry: Ég slóst ekki við Pires

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry segir það tómt kjaftæði að hann hafi slegist við félaga sinn hjá Arsenal, Robert Pires, á æfingu með franska landsliðinu daginn fyrir leik Frakklands og Englands á EM. "Hvernig dettur ykkur blaðamönnum slík vitleysa í hug? Þetta er einfaldlega ekki rétt," sagði Henry sem sá sig knúinn til þess að svara orðrómnum þótt hann sé í sumarfríi í Mexíkó. "Ég er orðinn mjög þreyttur á að þurfa að svara fyrir sögur sem eru ekki sannar. Ég og Robert erum fínir vinir. Við rifumst aðeins, eins og gengur og gerist, en það rifrildi endaði eins fljótt og það byrjaði. Slík rifrildi gerast hjá öllum liðum. Smá rifrildi og búið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×