Sport

Desailly yfirgefur Chelsea

Franski varnarmaðurinn Marcel Desailly hefur yfirgefið herbúðir Chelsea en samkomulag tókst í dag á milli hans og Chelsea um að rifta samningi hans við félagið. Desailly gekk til liðs við Chelsea árið 1998 frá AC Milan og kostaði hann tæpar 5 milljónir punda. Desailly er annar "stóri" leikmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Chelsea í sumar en Juan Sebastian Veron var lánaður til Inter fyrr í sumar. Fastlega er búist við því að Hernan Crespo verði næst vísað út um dyrnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×