Íslenski boltinn leiðinlegur? 22. september 2004 00:01 Knattspyrnutímabilinu á Íslandi er að verða lokið og það verður að segjast eins og er að knattspyrnan sem boðið er upp á er ekki í háum gæðaflokki. Hverjum er um að kenna? Það eru ekki mörg spörk eftir af knattspyrnuvertíðinni á Íslandi. Landsbankadeildin er búin þetta sumarið og bikarmeistarar verða krýndir von bráðar. FH-ingar urðu meistarar og það er erfitt að mótmæla því að þeir séu með besta liðið. En hvað með knattspyrnuna sem boðið var upp á þetta sumarið? Var eitthvað varið í hana? Flestir eru sammála því að hún hafi verið frekar dauf í heildina og mitt álit er að hún hafi að mestu hreinlega verið leiðinleg. Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að íslenski boltinn virðist verða leiðinlegri með hverju árinu? Ódýrar afsakanir Vinsælasta afsökunin er að segja að allir okkar efnilegustu leikmenn fari utan um leið og þeir eru byrjaðir að spila með meistaraflokki. Vissulega ágæt afsökun en frekar ódýr. Íslenskir knattspyrnumenn hafa ekki beinlínis verið fluttir út í gámum síðustu ár og þeim sem fara í atvinnumennsku fer fækkandi með árunum ef eitthvað er. Ein af ástæðunum er klárlega sú að við virðumst vart geta framleitt knattspyrnumenn lengur sem heilla áhorfendur og eru til þess gerðir að áhorfendur mæta til þess að horfa á þá. Þar er ég að tala um leikmenn sem gera eitthvað óvænt við boltann. Vandinn þar hlýtur að liggja í yngri flokka starfi félaganna en það er efni í annan pistil. Fáir afburðamenn Slíka leikmenn er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar síðustu árin. Fólk kom til þess að horfa á hinn stórefnilega Eið Smára er hann byrjaði að spila með Val. Skagatvíbbarnir sýndu frábæra takta á sínum yngri árum. Síðustu árin var það helst Veigar Páll Gunnarsson sem gladdi augað. Hann dró vagninn fyrir KR og vann leiki upp á eigin spýtur. Margir gagnrýndu þá skoðun að hann bæri KR-liðið á herðum sér en þeir hinir sömu hafa væntanlega séð ljósið í sumar. Í sumar kom síðan loksins fram ungur maður sem gerir nánast allt nema tala við boltann. Maður sem gerir óvænta hluti við knöttinn. Leikmaður sem skemmtir áhorfendum, fær fólk til þess að fara á völlinn og á stóran þátt í velgengni FH í sumar. Hann heitir Emil Hallfreðsson. Þrátt fyrir alla sína hæfileika fékk Emil ekki tækifæri í byrjunarliði FH fyrr en í 6. umferð. Ólafur Jóhannesson treysti honum hreinlega ekki til þess að byrja inni á, eins ótrúlegt og það hljómar í dag. Hræddir um starfið Þess í stað var í liðinu Daninn Simon Karkov sem sýndi strax í fyrsta leik að hann hafði ákaflega lítið fram að færa. Hér erum við komnir að annarri ástæðu fyrir leiðindunum. Íslenskir þjálfarar halda aftur af ungum leikmönnum. Þeir þora oft á tíðum ekki að láta þá spila fyrr en allt annað þrýtur. En af hverju eru margir íslenskir þjálfarar svona miklar gungur? Landslagið í knattspyrnunni hefur breyst mikið síðustu árin. Það eru komnir meiri peningar í boltann og félög leggja mikið undir til þess að ná árangri. Að sama skapi eykst pressan á þjálfarana og þeir vita vel að í flestum tilvikum fá þeir að fjúka standi árangurinn á sér. Þora ekki að taka áhættu Það verður bara að segjast eins og er að það eru fáir þjálfarar á Íslandi sem standast þessa pressu. Þess vegna er regla númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim flestum að pakka vel í vörn, halda markinu hreinu, kýla fram og vonast til þess að lauma inn eins og einu marki og vinna leikinn. Þegar lið með þessi sömu markmið mætast getur útkoman aldrei verið skemmtileg. Það erum við því miður búin að sjá margoft síðustu árin. Þar að auki leiðir þessi pressa til þess að þjálfarar kjósa frekar að tefla fram eldri miðlungsgóðum leikmönnum í stað þess að gefa ungum og efnilegum mönnum tækifæri. Of mörg lið í Landsbankadeildinni byggja leik sinn upp á stanslausum kýlingum upp völlinn þar sem þess er freistað að framherjar hlaupi af sér varnarmennina. Það er engu líkara en sumar þjálfarar leyfi liðum sínum ekki einu sinni að spila boltanum upp völlinn og það er fokið í flest skjól þegar þeir eru nánast farnir að banna bakvörðum sínum að fara fram yfir miðju. Slíkt getur aldrei verið ávísun á skemmtilegan fótbolta. Það að lið pressi hátt uppi á vellinum sést heldur aldrei og svona mætti í raun lengi telja. Vandinn liggur ekki eingöngu í þessum hlutum sem ég hef hér nefnt en þeir eru klárlega stór ástæða fyrir því að ekki er boðið upp á betri fótbolta á Íslandi. FH var eitt fárra liða sem þorðu að spila sóknarbolta í sumar. Það var því mikið gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnu að FH-ingar skyldu verða meistarar. Þeir hafa sýnt og sannað að það er hægt að vinnaa Íslandsmótið með því að sækja. Það er vonandi að spilamennska FH smiti út frá sér og fleiri lið þori að taka áhættu næsta sumar. Sum lið hafa ekki burði til þess að sækja en það eru fleiri lið hér á landi sem eiga að geta sótt grimmt en gera það ekki. Auglýst eftir hugrekki Von mín er því sú að fleiri þjálfarar sýni að þeir hafi kjark, gefi fleiri ungum heimamönnum tækifæri og reyni að sækja. Ef þeir verða reknir geta þeir í það minnsta sagt að þeir hafi reynt að gera jákvæða hluti eins og að bjóða upp á boðlegan fótbolta því það er jú á endanum ástæðan fyrir því að fólk mætir á völlinn – til þess að sjá skemmtilegan fótbolta. Slíkur fótbolti er því miður of sjaldan á boðstólum á Íslandi í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Knattspyrnutímabilinu á Íslandi er að verða lokið og það verður að segjast eins og er að knattspyrnan sem boðið er upp á er ekki í háum gæðaflokki. Hverjum er um að kenna? Það eru ekki mörg spörk eftir af knattspyrnuvertíðinni á Íslandi. Landsbankadeildin er búin þetta sumarið og bikarmeistarar verða krýndir von bráðar. FH-ingar urðu meistarar og það er erfitt að mótmæla því að þeir séu með besta liðið. En hvað með knattspyrnuna sem boðið var upp á þetta sumarið? Var eitthvað varið í hana? Flestir eru sammála því að hún hafi verið frekar dauf í heildina og mitt álit er að hún hafi að mestu hreinlega verið leiðinleg. Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að íslenski boltinn virðist verða leiðinlegri með hverju árinu? Ódýrar afsakanir Vinsælasta afsökunin er að segja að allir okkar efnilegustu leikmenn fari utan um leið og þeir eru byrjaðir að spila með meistaraflokki. Vissulega ágæt afsökun en frekar ódýr. Íslenskir knattspyrnumenn hafa ekki beinlínis verið fluttir út í gámum síðustu ár og þeim sem fara í atvinnumennsku fer fækkandi með árunum ef eitthvað er. Ein af ástæðunum er klárlega sú að við virðumst vart geta framleitt knattspyrnumenn lengur sem heilla áhorfendur og eru til þess gerðir að áhorfendur mæta til þess að horfa á þá. Þar er ég að tala um leikmenn sem gera eitthvað óvænt við boltann. Vandinn þar hlýtur að liggja í yngri flokka starfi félaganna en það er efni í annan pistil. Fáir afburðamenn Slíka leikmenn er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar síðustu árin. Fólk kom til þess að horfa á hinn stórefnilega Eið Smára er hann byrjaði að spila með Val. Skagatvíbbarnir sýndu frábæra takta á sínum yngri árum. Síðustu árin var það helst Veigar Páll Gunnarsson sem gladdi augað. Hann dró vagninn fyrir KR og vann leiki upp á eigin spýtur. Margir gagnrýndu þá skoðun að hann bæri KR-liðið á herðum sér en þeir hinir sömu hafa væntanlega séð ljósið í sumar. Í sumar kom síðan loksins fram ungur maður sem gerir nánast allt nema tala við boltann. Maður sem gerir óvænta hluti við knöttinn. Leikmaður sem skemmtir áhorfendum, fær fólk til þess að fara á völlinn og á stóran þátt í velgengni FH í sumar. Hann heitir Emil Hallfreðsson. Þrátt fyrir alla sína hæfileika fékk Emil ekki tækifæri í byrjunarliði FH fyrr en í 6. umferð. Ólafur Jóhannesson treysti honum hreinlega ekki til þess að byrja inni á, eins ótrúlegt og það hljómar í dag. Hræddir um starfið Þess í stað var í liðinu Daninn Simon Karkov sem sýndi strax í fyrsta leik að hann hafði ákaflega lítið fram að færa. Hér erum við komnir að annarri ástæðu fyrir leiðindunum. Íslenskir þjálfarar halda aftur af ungum leikmönnum. Þeir þora oft á tíðum ekki að láta þá spila fyrr en allt annað þrýtur. En af hverju eru margir íslenskir þjálfarar svona miklar gungur? Landslagið í knattspyrnunni hefur breyst mikið síðustu árin. Það eru komnir meiri peningar í boltann og félög leggja mikið undir til þess að ná árangri. Að sama skapi eykst pressan á þjálfarana og þeir vita vel að í flestum tilvikum fá þeir að fjúka standi árangurinn á sér. Þora ekki að taka áhættu Það verður bara að segjast eins og er að það eru fáir þjálfarar á Íslandi sem standast þessa pressu. Þess vegna er regla númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim flestum að pakka vel í vörn, halda markinu hreinu, kýla fram og vonast til þess að lauma inn eins og einu marki og vinna leikinn. Þegar lið með þessi sömu markmið mætast getur útkoman aldrei verið skemmtileg. Það erum við því miður búin að sjá margoft síðustu árin. Þar að auki leiðir þessi pressa til þess að þjálfarar kjósa frekar að tefla fram eldri miðlungsgóðum leikmönnum í stað þess að gefa ungum og efnilegum mönnum tækifæri. Of mörg lið í Landsbankadeildinni byggja leik sinn upp á stanslausum kýlingum upp völlinn þar sem þess er freistað að framherjar hlaupi af sér varnarmennina. Það er engu líkara en sumar þjálfarar leyfi liðum sínum ekki einu sinni að spila boltanum upp völlinn og það er fokið í flest skjól þegar þeir eru nánast farnir að banna bakvörðum sínum að fara fram yfir miðju. Slíkt getur aldrei verið ávísun á skemmtilegan fótbolta. Það að lið pressi hátt uppi á vellinum sést heldur aldrei og svona mætti í raun lengi telja. Vandinn liggur ekki eingöngu í þessum hlutum sem ég hef hér nefnt en þeir eru klárlega stór ástæða fyrir því að ekki er boðið upp á betri fótbolta á Íslandi. FH var eitt fárra liða sem þorðu að spila sóknarbolta í sumar. Það var því mikið gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnu að FH-ingar skyldu verða meistarar. Þeir hafa sýnt og sannað að það er hægt að vinnaa Íslandsmótið með því að sækja. Það er vonandi að spilamennska FH smiti út frá sér og fleiri lið þori að taka áhættu næsta sumar. Sum lið hafa ekki burði til þess að sækja en það eru fleiri lið hér á landi sem eiga að geta sótt grimmt en gera það ekki. Auglýst eftir hugrekki Von mín er því sú að fleiri þjálfarar sýni að þeir hafi kjark, gefi fleiri ungum heimamönnum tækifæri og reyni að sækja. Ef þeir verða reknir geta þeir í það minnsta sagt að þeir hafi reynt að gera jákvæða hluti eins og að bjóða upp á boðlegan fótbolta því það er jú á endanum ástæðan fyrir því að fólk mætir á völlinn – til þess að sjá skemmtilegan fótbolta. Slíkur fótbolti er því miður of sjaldan á boðstólum á Íslandi í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira