Verkfall tímaskekkja? 22. september 2004 00:01 Menn eru almennt sammála um að svo mikið beri á milli deiluaðila að verkfallið verði að líkindum langvinnt. Eftir að launanefnd sveitarfélaga hafnaði tilboði kennara um samning til tíu mánaða á sunnudag er ólíklegt að menn nái saman um skammtímasamning. Fulltrúar Samfoks og Heimilis og Skóla hittu menntamálaráðherra í morgun og ræddu verkfallið og mögulega aðkomu ríkisvaldsins. Ráðherra sagði við það tilefni hendur sínar bundnar í málinu. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks, segir samningsaðila hafa haft 6 mánuði til samninga, en samt sé himinn og haf á milli. Hún telur ekki eðlilegt að fólk sætti sig við að menntun barnanna sé lítilsvirt á þennan hátt, enda séu börnin saklaus þriðji aðili og því sé þess krafist að málið verði leyst. Framkvæmdastjóri Samfoks segir ennfremur að kennraraverkföll séu tímaskekkja. Hún segist íhuga sem foreldri afhverju það þyki sjálfsagt að setja lög á sjómenn til að bjarga verðmætum úr sjó en það sé aldrei talað um lagasetningu í kennaraverkföllum. Hún segir ótrúlegt að ekki sé litið á börn okkar og menntun þeirra sem verðmæti. Og hún segist almennt undrast hversu lítil viðbrögð komi frá foreldrum allra þeirra barna sem verkfallið bitnar á.Foreldrar geti enda varið hagsmuni barna sinna án þess að setja sig upp á móti kjarabaráttu kennara. Elín Thorarensen, fulltrúi Heimilis og skóla segir alveg skýrt að menntamálaráðherra beri að sjá til þess að sveitarfélögin ræki þá skyldu sína að halda úti skólastarfi. Það sé ekki mál skattgreiðenda hvernig framkvæmdinni sé háttað. Hún segir endanlega ábyrgð hjá ríkinu og það sé ríkisins að gera Sveitarfélögunum kleyft að standa við sínar skuldbindingar. Hún segir kennara eiga að hafa góð laun og ekki megi ýta undir atgervisflótta þeirra úr skólunum. Hins vegar séu kennaraverkföll tímaskekkja og kennarasambandið ætti að íhuga það að fara í framtíðinni inn í kjaranefnd og afsala sér rétti til verkfalla, sem sé tímaskekkja í nútímasamfélagi. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Menn eru almennt sammála um að svo mikið beri á milli deiluaðila að verkfallið verði að líkindum langvinnt. Eftir að launanefnd sveitarfélaga hafnaði tilboði kennara um samning til tíu mánaða á sunnudag er ólíklegt að menn nái saman um skammtímasamning. Fulltrúar Samfoks og Heimilis og Skóla hittu menntamálaráðherra í morgun og ræddu verkfallið og mögulega aðkomu ríkisvaldsins. Ráðherra sagði við það tilefni hendur sínar bundnar í málinu. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks, segir samningsaðila hafa haft 6 mánuði til samninga, en samt sé himinn og haf á milli. Hún telur ekki eðlilegt að fólk sætti sig við að menntun barnanna sé lítilsvirt á þennan hátt, enda séu börnin saklaus þriðji aðili og því sé þess krafist að málið verði leyst. Framkvæmdastjóri Samfoks segir ennfremur að kennraraverkföll séu tímaskekkja. Hún segist íhuga sem foreldri afhverju það þyki sjálfsagt að setja lög á sjómenn til að bjarga verðmætum úr sjó en það sé aldrei talað um lagasetningu í kennaraverkföllum. Hún segir ótrúlegt að ekki sé litið á börn okkar og menntun þeirra sem verðmæti. Og hún segist almennt undrast hversu lítil viðbrögð komi frá foreldrum allra þeirra barna sem verkfallið bitnar á.Foreldrar geti enda varið hagsmuni barna sinna án þess að setja sig upp á móti kjarabaráttu kennara. Elín Thorarensen, fulltrúi Heimilis og skóla segir alveg skýrt að menntamálaráðherra beri að sjá til þess að sveitarfélögin ræki þá skyldu sína að halda úti skólastarfi. Það sé ekki mál skattgreiðenda hvernig framkvæmdinni sé háttað. Hún segir endanlega ábyrgð hjá ríkinu og það sé ríkisins að gera Sveitarfélögunum kleyft að standa við sínar skuldbindingar. Hún segir kennara eiga að hafa góð laun og ekki megi ýta undir atgervisflótta þeirra úr skólunum. Hins vegar séu kennaraverkföll tímaskekkja og kennarasambandið ætti að íhuga það að fara í framtíðinni inn í kjaranefnd og afsala sér rétti til verkfalla, sem sé tímaskekkja í nútímasamfélagi.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira