Sport

Jón Arnór með landsliðinu

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum, verður með landsliðinu í haust þegar liðið leikur í b-deild Evrópumóts landsliða. Þetta eru frábær tíðindi fyrir landsliðið. Körfuknattleikssambandið þarf að tryggja Jón Arnór fyrir háa fjárhæð og er það að takast. Hann mun hins vegar ekki leika með landsliðinu í þremur æfingaleikjum um helgina gegn sterku liði Pólverja. Fyrsti leikurinn er annað kvöld í Vesturbænum. Jón Arnór er hæfilega bjartsýn á að komast í leikmannahóp Dallas fyrir næstu leiktíð. Rætt verður við Jón Arnór í íþróttafréttum á Stöð 2 klukkan 19:15 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×