Sport

Eigandi LA Kings sektaður

Gary Bettman, forstöðumaður NHL-íshokkídeildarinnar, hefur sektað Tim Leiweke, eiganda Los Angeles Kings, fyrir ummæli sem hann lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali á dögunum. Leiweke sagði í samtali við útvarpsstöðina KROQ að verkfallið myndi endast út tímabilið og sagði að Bob Goodenow, framkvæmdastjóri leikmannabandalagsins, væri "samviskulaus lygari". "Lífið heldur áfram," sagði Leiweke. "Ég og Gary tölumst við nánast á hverjum degi. Ég styð hann af fullum hug. Því fyrr sem við komumst að samkomulagi, því minni fjárhæð tapa ég." Leiweke fullyrti að stöðva þyrfti græðgina í leikmönnum í dag. "Og það á ekki bara við NHL heldur íþróttir almennt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×