Innlent

Engar brennur í kvöld

Það verður ekki leyft að kveikja í neinum áramótabrennum í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði í kvöld og er sú ákvörðun endanleg. Miðað við þessa ákvörðun verður kveikt í áramótabálköstunum á morgun. Spáð er allt að 25 metrum á sekúndu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og kvöld en spurningin er hvenær veðrið gengur yfir. Eftir því sem líður á nóttina mun veðrið færast norður og austur yfir landið og ekki talið líklegt að það gangi niður þar fyrr en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×