Hvert rennur matarskatturinn? 31. desember 2004 00:01 Svo virðist sem allir stjórnmálaflokkar landsins og forustumenn launaþegafélaga séu sammála um lækkun á svonefndum matarskatti.Hann komi láglaunafólki til góða og sé varanleg kjarabót. Að ætla kaupmönnum með frjálsa álagningu að tryggja láglaunafólki betri kjör með þessum hætti sýnir dómgreindarleysi og kjánaskap. Kaupmenn og framleiðendur hafa með örfáum undantekningum ekki verið velgjörðarmenn neytenda í verðálagningu, þeir hafa samviskulega hugsað um sinn eigin garð og arð. 50% hærra meðaltals vöruverð hér á landi miðað við ESB löndin sýnir okkar ljóslega hug íslenskra kaupmanna til sinna neytenda og einnig hefur staða dollarans frá 110 kr.í 62 ekki verið almennt mælanleg til lækkunar vöruverðs í pyngju neytenda s.l.tvö ár. Kaupmenn og ísl.framleiðendur eru fullkomlega meðvitaðir um að við verðum að kaupa af þeim allar almennar neysluvörur. Þessu er líkt farið og með aðrar einokrunar og fákeppnis þjónustugreinar í landinu, það er ekki í önnur hús að venda. Ætla stjórnmálamenn og launþegaforustan að treysta þessum mönnum fyrir kjarabótum láglaunafólks? Þeir geta hins vegar verið fullvissir um að lækkun matarskatts skilar sér fullkomlega í peningakassa kaupmanna. Þeir sem telja sig vera málsvara láglaunafólks áttu fyrir löngu síðan að einbeita sér að hækkun skattleysismarka,sem ættu að vera hefðu þau fylgt kaupgjaldsvísitölu um 117 þúsund kr.pr.mán. Þá ættu samningsbundin lágmarks-og eftirlaun að vera sama upphæð. Öll loforð ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir á kjörtímabilinu (nema eignaskattur) yrðu dregnar til baka og því og auknu fjármagni varið til hækkunar skattleysismarka á þessu og næsta kjörtímabili þar sem skattleysismarkmiðinu yrði náð. Umsamdar launahækkanir ASÍ og BSRB hafa yfirleitt skilað mjög takmörkuðum kjarabótum, hafi verðbólgan ekki etið þær upp á samningstímabilinu til agna, hafa nýjar skattaálögur ríkisstjórnarinnar séð til þess að lífskjör fólks hafi versnað. Hækkun skattleysismarka og samningsbundin lágsmarkslaun virðast vera þær aðgerðir sem ekki er hægt að sniðganga a.m.k.ekki með heiðarlegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Svo virðist sem allir stjórnmálaflokkar landsins og forustumenn launaþegafélaga séu sammála um lækkun á svonefndum matarskatti.Hann komi láglaunafólki til góða og sé varanleg kjarabót. Að ætla kaupmönnum með frjálsa álagningu að tryggja láglaunafólki betri kjör með þessum hætti sýnir dómgreindarleysi og kjánaskap. Kaupmenn og framleiðendur hafa með örfáum undantekningum ekki verið velgjörðarmenn neytenda í verðálagningu, þeir hafa samviskulega hugsað um sinn eigin garð og arð. 50% hærra meðaltals vöruverð hér á landi miðað við ESB löndin sýnir okkar ljóslega hug íslenskra kaupmanna til sinna neytenda og einnig hefur staða dollarans frá 110 kr.í 62 ekki verið almennt mælanleg til lækkunar vöruverðs í pyngju neytenda s.l.tvö ár. Kaupmenn og ísl.framleiðendur eru fullkomlega meðvitaðir um að við verðum að kaupa af þeim allar almennar neysluvörur. Þessu er líkt farið og með aðrar einokrunar og fákeppnis þjónustugreinar í landinu, það er ekki í önnur hús að venda. Ætla stjórnmálamenn og launþegaforustan að treysta þessum mönnum fyrir kjarabótum láglaunafólks? Þeir geta hins vegar verið fullvissir um að lækkun matarskatts skilar sér fullkomlega í peningakassa kaupmanna. Þeir sem telja sig vera málsvara láglaunafólks áttu fyrir löngu síðan að einbeita sér að hækkun skattleysismarka,sem ættu að vera hefðu þau fylgt kaupgjaldsvísitölu um 117 þúsund kr.pr.mán. Þá ættu samningsbundin lágmarks-og eftirlaun að vera sama upphæð. Öll loforð ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir á kjörtímabilinu (nema eignaskattur) yrðu dregnar til baka og því og auknu fjármagni varið til hækkunar skattleysismarka á þessu og næsta kjörtímabili þar sem skattleysismarkmiðinu yrði náð. Umsamdar launahækkanir ASÍ og BSRB hafa yfirleitt skilað mjög takmörkuðum kjarabótum, hafi verðbólgan ekki etið þær upp á samningstímabilinu til agna, hafa nýjar skattaálögur ríkisstjórnarinnar séð til þess að lífskjör fólks hafi versnað. Hækkun skattleysismarka og samningsbundin lágsmarkslaun virðast vera þær aðgerðir sem ekki er hægt að sniðganga a.m.k.ekki með heiðarlegum hætti.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar