Sport

Tveir bandarískir til ÍR

ÍR-ingar hafa fengið til sín tvo bandaríska leikmenn fyrir komandi tímabil í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Það eru Grant Davis, 2,04 metra hár framherji, frá Birmingham Southern College, sama skóla og Íslendingarnir Jakob Sigurðsson og Helgi Margeirsson spila með, og Danny McCall, rúmlega tveggja metra hár kraftframherji frá Arkansas. Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-inga, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Davis væri meiri skytta en samt harður í fráköstum en McCall væri undir körfunni. "Ég vonast til að þeir hjálpi okkur í fráköstunum sem voru helsta vandamál okkar á síðasta tímabili," sagði Eggert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×