Sport

Marion Jones óvelkomin

Bandaríska frjálsíþróttakonan, Marion Jones, mun ekki taka þátt í gullmóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fer í Zurich í Sviss næstkomandi föstudag. Mótshaldararnir gáfu það út að þeir bjóði ekki keppendum á mótið sem sæta rannsókn vegna hugsanlegrar lyfjaneyslu en sú er einmitt raunin með Marion Jones. Henni verður heldur ekki boðið til keppni á gullmótinu í Brussel eftir Ólympíuleikana hafi henni þá ekki tekist að hreinsa sig af ásökunum um ólöglega lyfjaneyslu.  Marion Jones hefur aldrei fallið á lyfjaprófi en hún er ásamt mörgum bandarískum frjálsíþróttamönnum í stökustu vandræðum vegna viðskipta við lyfjafyrirtækið BALCO en það sá íþróttamönnunum fyrir fæðubótarefnum og liggur undir grun um að hafa bætt sterum í efnin.  Marion Jones, sem vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum, mun keppa í langstökki á leikunum í Aþenu sem hefjast 13 ágúst næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×