Sport

Bolton tapaði fyrir Inter Milan

Bolton tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Inter Milan í æfingaleik í gær. Adriano skoraði sigurmark Inter í síðari hálfleik. Everton tapaði fyrir Club America frá Mexíkó 3-1. Þetta var síðasti leikur Everton í æfingaferð í Norður-Ameríku. Peter Clarke skoraði mark Everton í leiknum. Newcastle tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Portúgalska liðinu Sporting Lissabon. Real Madrid burstaði japanska liðið Tokyo Verdy 4-0 í gær. Zinedine Zidane, Ronaldo, Luis Figo og Fernando Morientes skoruðu mörkin. Zidane þurfti að fara af velli vegna meiðsla ekki er vitað hvort þau séu alvarleg. David Beckham þótti eiga góðan leik fyrir Real og átti þátt í tveimur mörkum. Það gekk ekki jafnvel hjá Spánarmeisturum Valenciu, þeir töpuðu fyrir Albirex Niigata 5-2. Barcelona hinsvegar var í miklu stuði gegn Kashima Antlers og unnu 5-0 á þjóðarleikvangnum í Tokyo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×