Eignaskattar og aldraðir 9. ágúst 2004 00:01 Málefni aldraðra - Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Mikið hafa stjórnvöld hampað lækkun prósentu eignaskatts úr 1.2% í 0.6%, og loforðum um að afnema hann. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar eignaskattur var lækkaður í 0,6% var jafnframt "fríeignamörkum" haldið óbreyttum, milli áranna 2002 og 2003 eða kr. 4.720.000. Fríeignamörk kalla ég þá upphæð sem einstaklingur getur dregið frá sinni eign áður en eignaskattur er lagður á. Núna árið 2004 hafa stjórnvöld hækkað þessi mörk um heil 2.5 % í kr. 4.838.000. Á þessum sama tíma hafa stjórnvöld hækkað matsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 20-30%, þannig að eignaskattur af íbúðum hefur aukist verulega að nýju. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og ríkisstjórnin hefur notað að hækka ekki persónuafslátt vegna tekjuskatts og auka þar með skattheimtu. Hjá flestum eldri borgurum er skuldlaus íbúð, þar sem þeir hafa búið í 40-50 ár, stærsti hluti eigna þeirra. Enda greiddu, eldri borgarar árið 2003 29% af öllum eignasköttum í stað 25% áður. Maður verður að vona að það sé loks að renna upp einhver glæta meðal ráðamanna, að það sé ódýrast fyrir þjóðfélagið að gera eldri borgurum það kleift að búa í sinni íbúð eins lengi og kostur er. Aukinn eignaskattur gerir illt verra. Með minnkandi starfsgetu gætu hjón þurft aðstoð á heimilinu, sem gæti kostað t.d. hálfa miljón á ári. En að vista þau hjón á hjúkrunarheimili kostar 9 miljónir á ári. Er stjórnvöldum fyrirmunað að reikna út þann sparnað sem hlýst af því að gera þessum hjónum það kleift að búa áfram heima? Fjöldi aldraðra eykst um nokkur hundruð á ári, og þannig er um milljarða sparnað að ræða ef fólki er gert kleift að búa áfram heima. Þó er ótalin hin mannlega hlið málsins. Eignaskattur af íbúðarhúsnæði gerir fólki erfiðara að búa áfram í eigin íbúð. Þess vegna verður að vera næsta skref til að lækka eignaskatt að hækka "fríeignamörk" verulega þannig að venjuleg íbúð sé undanþegin eignaskatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Málefni aldraðra - Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Mikið hafa stjórnvöld hampað lækkun prósentu eignaskatts úr 1.2% í 0.6%, og loforðum um að afnema hann. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar eignaskattur var lækkaður í 0,6% var jafnframt "fríeignamörkum" haldið óbreyttum, milli áranna 2002 og 2003 eða kr. 4.720.000. Fríeignamörk kalla ég þá upphæð sem einstaklingur getur dregið frá sinni eign áður en eignaskattur er lagður á. Núna árið 2004 hafa stjórnvöld hækkað þessi mörk um heil 2.5 % í kr. 4.838.000. Á þessum sama tíma hafa stjórnvöld hækkað matsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 20-30%, þannig að eignaskattur af íbúðum hefur aukist verulega að nýju. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og ríkisstjórnin hefur notað að hækka ekki persónuafslátt vegna tekjuskatts og auka þar með skattheimtu. Hjá flestum eldri borgurum er skuldlaus íbúð, þar sem þeir hafa búið í 40-50 ár, stærsti hluti eigna þeirra. Enda greiddu, eldri borgarar árið 2003 29% af öllum eignasköttum í stað 25% áður. Maður verður að vona að það sé loks að renna upp einhver glæta meðal ráðamanna, að það sé ódýrast fyrir þjóðfélagið að gera eldri borgurum það kleift að búa í sinni íbúð eins lengi og kostur er. Aukinn eignaskattur gerir illt verra. Með minnkandi starfsgetu gætu hjón þurft aðstoð á heimilinu, sem gæti kostað t.d. hálfa miljón á ári. En að vista þau hjón á hjúkrunarheimili kostar 9 miljónir á ári. Er stjórnvöldum fyrirmunað að reikna út þann sparnað sem hlýst af því að gera þessum hjónum það kleift að búa áfram heima? Fjöldi aldraðra eykst um nokkur hundruð á ári, og þannig er um milljarða sparnað að ræða ef fólki er gert kleift að búa áfram heima. Þó er ótalin hin mannlega hlið málsins. Eignaskattur af íbúðarhúsnæði gerir fólki erfiðara að búa áfram í eigin íbúð. Þess vegna verður að vera næsta skref til að lækka eignaskatt að hækka "fríeignamörk" verulega þannig að venjuleg íbúð sé undanþegin eignaskatti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar