Sport

Düsseldorf vann óvænt

Düsseldorf vann óvæntan útisigur á Grosswallstadt 24-21 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Alexander Petersson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR, skoraði sjö mörk fyrir Düsseldorf. Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Grosswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson tvö. Snorri lék aðeins í 20 mínútur og var ekki í byrjunarliði Grosswallstadt í fyrsta skipti frá því að hann kom til félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×