Sport

Stjúpfaðir NBA-leikmanns í klandri

Dajuan Wagner, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA, á ekki sjö dagana sæla eftir að stjúpfaðir hans var handtekinn og ákærður fyrir fíkniefnabrot. Leonard Paulk, stjúpfaðir piltsins, tilheyrir 14 manna hópi sem er gefið að sök að hafa skipulagt einn stærsta eiturlyfjahring Camden í New Jerseyfylki í Bandaríkjunum. Ofaná bætist ákæra á hendur Paulk fyrir kaup á ólöglegum skotvopnum. Paulk segist hafa óttast um líf fjölskyldu sinnar og keypt byssurnar til að vernda sitt fólk. Dajuan Wagner vakti mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir þremur árum þegar hann skoraði 100 stig í leik með liði sínu, Camden High School. Tvö síðustu ár hefur hann leikið með Cleveland Cavalieres og skoraði 10,1 stig að meðaltali í leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×