Sport

Jóhann skorar fyrir Örgryte

Jóhann Guðmundsson skoraði eina mark Örgryte sem sigraði Hammarby á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok en Jóhann hafði fjórum mínútum áður komið inná af varamannabekknum. Gunnar Þorvaldsson lék síðasta hálftímann þegar Halmstad vann Trelleborg fjögur-núll á útivelli. Auðunn Helgason og félagar í Landskrona unnu GIF Sundsvall 3-2 í gærkvöldi. Þrjú lið berjast um sænska meistaratitilinn; Malmö og Gautaborg eru með 40 stig en Halmstad er í þriðja sæti með 39 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×