Sport

Kristinn dæmir í UEFA bikarnum

Kristinn Jakobsson dæmir leik hollenska liðsins Herenveen og Maccabi Haifa frá Ísrael í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu en leikurinn verður í Hollandi 30. september. Vegna verkfalls í Ísrael var leik þessara liða sem var átti í Ísrael í síðustu viku frestað. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að fella leikinn niður og spila aðeins einn leik, leikurinn í Hollandi sker því úr um það hvort liðanna kemst áfram í aðra umferð. Kristnn Jakobsson dæmir auk þess leik Moldóva og Slóvaka í undankeppni heimsmeistaramótsins 13. október. Þetta er mikill heiður fyrir Kristinn og líklega eitt af stærstu verkefnum sem íslenskur dómari hefur tekist á við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×