Sport

Valencia rúlla up Deportivo

Valencia komst í fyrsta sætið í spænska fótboltanum eftir stórsigur á útivelli 5-1 gegn Deportivo La Coruna. Valencia, sem nú er undir stjórn Claudio Ranieri fyrrum knattspyrnustjóra Chelsea, spilaði magnaðan fótbolta og komst í 5-0. Valencia er með 10 stig eftir 4 umferðir, einu stigi á undan liði Real Madríd sem er í öðru sæti. Fjórðu umferð lýkur í kvöld þegar liðin í 4. og 5. sæti mætast, Barcelona og Real Zaragoza. Leikurinn hefst klukkan 19 og hann verður sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×