Sport

Chelsea vann 4-0

Chelsea vann Blacburn 4-0 í dag á Stamford Bridge þar sem landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þrjú fyrstu mörk Chelsea á 37., 38. og 52. mínútu. Damien Duff skoraði fjórða markið á 74. mínútu. Þetta er fyrsta þrenna Eiðs Smára fyrir Chelsea. Fyrstu tvö mörk Eiðs voru keimlík. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Blackburn þar sem hann var hægra megin í teignum og afgreiddi knöttin snyrtilega í netið - viðstöðulaust í fyrra skiptið en lagði boltann fyrir sig með bringunni í seinna markinu. Þriðja mark Eiðs kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Mark Duffs var eftir firnafast skot leikmannsins rétt við vítateigslínuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×