Klára 33 ára dæmi 23. júní 2004 00:01 Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Deep Purple kom til landsins í gær. Þeir Ian Gillan, Roger Glover, Ian Paice, Don Airey og Steve Morse hittu fréttamenn að máli í gær og voru í góðu stuði. Sveitin hélt síðast tónleika á Íslandi 18. júní 1971 og félagarnir sögðust vera komnir til að klára tónleikana sem enduðu í rafmagnsleysi fyrir 33 árum. Þá létu þeir það fylgja sögunni að þeir biðu spenntir eftir að fá að spila fyrir Íslendinga á ný. Það var uppselt á tónleikana 1971 og allt stefnir í að sagan endurtaki sig nú en sveitin heldur tvenna tónleika að þessu sinni í kvöld og annað kvöld. Það er "gjörsamlega uppselt á seinni tónleikana," segir Einar Bárðarson tónleikahaldari. "En enn eru örfáir miðar eftir á tónleikana í kvöld og þeir eru sem fyrr seldir á Hard Rock Cafe." Deep Purple er komin á spjöld íslenskrar rokksögu fyrir það að hafa selt flesta aðgöngumiða á rokktónleika á Íslandi með samanlagðri miðasölu áranna 1971 og 2004. Þeir Gillan, Glover og Paice hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gítarleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player. Þessi liðsskipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin tvö ár og hefur leikið við góðar undirtektir. Sveitin mun leika nýtt og gamalt efni í bland í Laugardalshöllinni en kapparnir segja að það munu þó bera meira á gamla, sterka efninu sem sveitin er þekktust fyrir. Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Deep Purple kom til landsins í gær. Þeir Ian Gillan, Roger Glover, Ian Paice, Don Airey og Steve Morse hittu fréttamenn að máli í gær og voru í góðu stuði. Sveitin hélt síðast tónleika á Íslandi 18. júní 1971 og félagarnir sögðust vera komnir til að klára tónleikana sem enduðu í rafmagnsleysi fyrir 33 árum. Þá létu þeir það fylgja sögunni að þeir biðu spenntir eftir að fá að spila fyrir Íslendinga á ný. Það var uppselt á tónleikana 1971 og allt stefnir í að sagan endurtaki sig nú en sveitin heldur tvenna tónleika að þessu sinni í kvöld og annað kvöld. Það er "gjörsamlega uppselt á seinni tónleikana," segir Einar Bárðarson tónleikahaldari. "En enn eru örfáir miðar eftir á tónleikana í kvöld og þeir eru sem fyrr seldir á Hard Rock Cafe." Deep Purple er komin á spjöld íslenskrar rokksögu fyrir það að hafa selt flesta aðgöngumiða á rokktónleika á Íslandi með samanlagðri miðasölu áranna 1971 og 2004. Þeir Gillan, Glover og Paice hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum. Steve Morse hefur meðal annars verið valinn gítarleikari ársins fimm sinnum af tímaritinu Guitar Player. Þessi liðsskipan hefur verið á fleygiferð um heiminn síðastliðin tvö ár og hefur leikið við góðar undirtektir. Sveitin mun leika nýtt og gamalt efni í bland í Laugardalshöllinni en kapparnir segja að það munu þó bera meira á gamla, sterka efninu sem sveitin er þekktust fyrir.
Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“