Viðskipti innlent

Samherjafrændur í útrás

Finnbogi A. Baldvinsson, Samherji hf., Kristján  Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson hafa ásamt erlendum fjárfestum keypt þýska fyrirtækið Pickenpack-Hussmann & Hahn GmbH. Fyrir áttu sömu aðilar 40% hlutafjár félagsins.  Heildarvelta félagsins er um 20 milljarðar króna sem er mun meiri en velta Samherja. "Þetta eru afar ánægjuleg tímamót í sögu félagsins. Í smásölugeiranum hefur mikil samþjöppun átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Verslanakeðjurnar hafa stækkað verulega og til þess að tryggja eðlilega stöðu gagnvart þeim er nauðsynlegt að stækka framleiðslueiningarnar einnig," segir Finnbogi. KB banki lánar rúmlega sjö milljarða til kaupanna og segir Finnbogi ánægjulegt að íslenskur banki hafi náð þeim styrkleika að geta stutt þessa útrás og vöxt fyrirtækisins með hagkvæmum hætti. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir kaupin áhugaverð og spennandi. "Bankanum er það sérstakt ánægjuefni að styðja við útrásarverkefni íslensks atvinnulífs og ekki síst þegar um er að ræða útflutning á sérþekkingu öflugra aðila á sviði sjávarútvegs."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×