Viðskipti innlent

Sá sem er heill vinnur

:Eiríkur Jóhannsson, nýráðinn forstjóri Og Vodafone, segir starfið leggjast vel í sig. Hann heimsótti fyrirtækið í gær. "Allar breytingar gera það að verkum að maður fær fiðrildi í magann, en mér var vel tekið." Eiríkur kemur úr fjármálaheiminum, var svæðisstjóri Landsbankans á Akureyri og síðar forstjóri KEA og Kaldbaks. Nú tekur hann við fyrirtæki þar sem er markaðsdrifið. "Ég hef reynslu af því að þurfa að selja fólki vöru og þjónustu og er mjög spenntur að takast á við þetta." Hann segist ekki vilja tjá sig um hvaða sóknarfæri hann sjái hjá Og Vodafone. "Málið er að vera með góða vöru og góða þjónustu. Sá sem er heill í því vinnur. Þannig að ég óttast ekkert í þvi." Hann segir Og Vodafone vel fjármagnað og búið til frekari landvinninga. Hann segist ekki fróður um tæknimál. "Ætli ég viti ekki álíka mikið um þau og ég vissi um mjólkurgerla þegar ég hóf störf hjá KEA." Hann segir rekstur lúta í grundvallaratriðum sömu lögmálum hver svo sem greinin sé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×