Dýrara að flytja búslóð 27. júlí 2004 00:01 Það er orðið dýrara en áður að flytja búslóð í gámum til og frá Íslandi, þ.e.a.s. fari menn að lögum. Samkvæmt nýjum lögum þarf sérstakur farmverndarfulltrúi að fylgjast með hleðslu gámanna. Skipafélögin telja þetta til ama fyrir viðskiptavini sína og gámum er enn hleypt úr landi án eftirlits, í andstöðu við gildandi lög. Eftirlitsaðilar vilja vita hvað fer um borð í skip og flugvélar og er hugtakið farmvernd meðal annars skilgreint sem forvarnir gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum. Sú breyting verður á búslóðaflutningum milli landa að farmverndarfulltrúi þarf að fylgjast með þegar gámur er hlaðinn. Sá fulltrúi er starfsmaður einkafyrirtækja, vottaður af Tollstjóranum í Reykjavík. Almenningur má merkja kassana og fylla út lista yfir það sem er í gámnum. Farmverndarfulltrúinn getur krafist þess að kassar séu opnaðir eða gegnumlýstir þar sem hann veit ekki hvað er í raun sett í þá. Eyþór Víðisson, örygisstjóri Samskipa, segir þetta mál sem margoft hafi verið tekið upp. Hann segir fyrirtækið ekki geta haft hugmynd um hvort maður úti í bæ pakki niður spengiefni eða símaskrám. Að þessu leyti sé málið mjög erfitt. Hann segir vandmeðfarið þegar fyrirtæki eins og Samskip skrifi upp á innihaldslýsingar í gámum sem það veit svo ekki nákvæmlega hvað er. Sem dæmi bjóða Samskip og Eimskip upp á að hlaða og votta gáma. En þá þarf fólk að flytja búslóðina fyrst með sendibíl heiman frá sér í stað þess að fylla gáminn fyrir utan heimilið, sem er aukakostnaður frá því sem var. Það er reyndar líka raunin fái fólk farmverndarfulltrúann heim því hann tekur fimm þúsund krónur á tímann fyrir að fylgjast með hleðslu gámsins. Þótt lögin hafi tekið gildi 1. júlí má segja að aðlögunartímabil ríki þar sem gámar eru enn að fara í gegn án farmverndarinnsigla. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Það er orðið dýrara en áður að flytja búslóð í gámum til og frá Íslandi, þ.e.a.s. fari menn að lögum. Samkvæmt nýjum lögum þarf sérstakur farmverndarfulltrúi að fylgjast með hleðslu gámanna. Skipafélögin telja þetta til ama fyrir viðskiptavini sína og gámum er enn hleypt úr landi án eftirlits, í andstöðu við gildandi lög. Eftirlitsaðilar vilja vita hvað fer um borð í skip og flugvélar og er hugtakið farmvernd meðal annars skilgreint sem forvarnir gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum. Sú breyting verður á búslóðaflutningum milli landa að farmverndarfulltrúi þarf að fylgjast með þegar gámur er hlaðinn. Sá fulltrúi er starfsmaður einkafyrirtækja, vottaður af Tollstjóranum í Reykjavík. Almenningur má merkja kassana og fylla út lista yfir það sem er í gámnum. Farmverndarfulltrúinn getur krafist þess að kassar séu opnaðir eða gegnumlýstir þar sem hann veit ekki hvað er í raun sett í þá. Eyþór Víðisson, örygisstjóri Samskipa, segir þetta mál sem margoft hafi verið tekið upp. Hann segir fyrirtækið ekki geta haft hugmynd um hvort maður úti í bæ pakki niður spengiefni eða símaskrám. Að þessu leyti sé málið mjög erfitt. Hann segir vandmeðfarið þegar fyrirtæki eins og Samskip skrifi upp á innihaldslýsingar í gámum sem það veit svo ekki nákvæmlega hvað er. Sem dæmi bjóða Samskip og Eimskip upp á að hlaða og votta gáma. En þá þarf fólk að flytja búslóðina fyrst með sendibíl heiman frá sér í stað þess að fylla gáminn fyrir utan heimilið, sem er aukakostnaður frá því sem var. Það er reyndar líka raunin fái fólk farmverndarfulltrúann heim því hann tekur fimm þúsund krónur á tímann fyrir að fylgjast með hleðslu gámsins. Þótt lögin hafi tekið gildi 1. júlí má segja að aðlögunartímabil ríki þar sem gámar eru enn að fara í gegn án farmverndarinnsigla.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði