Sport

Róbert með 12 mörk í sigurleik

Róbert Gunnarsson skoraði tólf mörk þegar Århus sigraði Silkeborg 36-33 í 1. umferðinni í danska handboltanum í gær. Róbert var langmarkahæstur en næstur honum kom Torben Winter með átta mörk. ÍR-ingurinn fyrrverandi, Sturla Ásgeirsson, skoraði tvö mörk. Daníel Ragnarsson, sem eitt sinn lék með Val, var markahæstur hjá FC Kaupmannahöfn sem sigraði Team Helsinge 28-27. Daníel skoraði fimm mörk en Magnús Agnar Magnússon, línumaður hjá Gróttu/KR í mörg ár, skoraði eitt mark fyrir Team Helsinge.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×