Sport

Kuznetsova sigraði óvænt

Svetlana Kuznetsova sigraði í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Tvær rússneskar stúlkur léku til úrslita en flestir bjuggust við því að mótherjinn, Elena Dementieva, myndi sigra. Kuznetsova vann 6-3 og 7-5. Hin 19 ára Kuznetsova er þriðja rússneska stúlkan í röð sem sigrar á stórmóti í tennis. Fyrr á þessu ári vann Anastasia Myskina Opna franska mótið og Maria Sharapova vann síðan Wimbledon-mótið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×