Sport

Sigrún þriðja, Björgvin fjórði

Sigrún Fjeldsted varð í þriðja sæti í spjótkasti á Norðurlandamóti ungmenna 22 ára og yngri í Fredriksstad í Noregi í gær. Hún kastaði 46,89 metra en sigurvegarinn, Ellinor Holgersson frá Svíþjóð, kastaði 51,01 metra. Björgvin Víkingsson varð fjórði í 400 metra hlaupi á 55,91 sekúndu. Jussi Heikkile varð langfyrstur á 51,57 sekúndum. Jóhanna Ingadóttir varð níunda í langstökki, stökk 5,53 metra. Sigurvegarinn Daniela Lincoln Saavedra stökk 6 metra og 3 sentímetra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×