Sport

Real og Barcelóna unnu bæði

Önnur umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Stórliðin Real Madríd og Barcelona unnu bæði sína leiki. David Beckham skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Real Madríd vann nýliða Numancía 1-0. Barcelona teflir fram gjörbreyttu liði á þessari leiktíð og tveir nýliðanna skoruðu í 2-0 sigri á Sevilla. Frakkinn Ljudovic Giuly skoraði í fyrri hálfleik og Svíinn Henrik Larsson í þeim seinni. Brasilíumaðurinn Thiago Motta spilar ekki með Barcelona næstu sex mánuðina vegna alvarlega hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum. Meistarar Valencía lentu 2-0 undir gegn Athletic Bilbao en Marco Di Vaio og Angulo jöfnuðu metin í síðari hálfleik. Á myndinni sést Ronaldo í baráttu við Borja Fernandez, leikmann Numancía, í leiknum í gær.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×