Goðsögnin kveður 3. júlí 2004 00:01 Marlon Brando, leikarinn sem margir telja mesta kvikmyndaleikara allra tíma, lést síðastliðinn fimmtudag, áttræður að aldri. Hann hafði þjáðst af lungnabólgu síðustu tvö árin, átti við öndunarerfiðleika að stríða og stuttu fyrir dauða hans birtust myndir af honum í hjólastól. Brando varð goðsögn í lifanda lífi og ákaft dáður vegna byltingarkennds leikstíls sem hann þróaði og hafði áhrif á leikara á borð við Dustin Hoffman, Jack Nicholson, Al Pacino og Robert de Niro. Hann var kraftmikill og hugmyndaríkur leikari sem lifði sig fullkomlega inn í hlutverk sín og kom alveg sérlega vel til skila angist hins uppreisnargjarna utangarðsmanns. Þeir sem hrifust minnst af leikstíl Brandos kvörtuðu gjarnan yfir því að leikarinn muldraði ótæpilega og illmögulegt væri að skilja hann. Hann hlaut tvenn Óskarsverðlaun á ferlinum fyrir leik, í On The Waterfront 1954 og The Godfather árið 1973. Hann olli uppnámi þegar hann hafnaði seinni Óskarsverðlaununum vegna meðferðar Hollywood á indjánum. Á seinni hluta ferils síns var hann oft gagnrýndur fyrir að taka að sér veigalítil hlutverk eingöngu vegna ofurlauna sem í boði voru. Ekki fannst til dæmis öllum aðdáendum hans við hæfi að hann væri í hlutverki pabba Supermans og fannst lítið leggjast fyrir kappann sem hafði svo oft sýnt fádæma tilfinningalega dýpt í þungavigtarhlutverkum. Hann þótti uppreisnargjarn, skapmikill og dyntóttur og einkalíf hans var stormasamt. Hann giftist þrisvar og átti í ótal ástarævintýrum. Harmleikurinn í lífi hans varð þegar sonur hans Christopher myrti kærasta hálfsystur sinnar (og dóttur Brandos) árið 1990 og fimm árum seinna svipti hálfsystirin, Cheyenne, sig lífi með því að hengja sig, enn þunglynd vegna dauða ástmanns síns. Brando mun aldrei hafa jafnað sig eftir þessa atburði. Hann lagði stórfé í vörn sonar síns sem fékk nokkurra ára fangelsisdóm. Brando þótti með myndarlegri mönnum á yngri árum en seinni árin hljóp hann í spik vegna gríðarlegs ofáts. Síðustu árin sem hann lifði var hann í umsjón hjúkranarkvenna sem höfðu fyrir sið að læsa ísskápnum á heimili hans svo leikarinn tæmdi hann ekki. Brando slapp nokkrum sinnum úr vörslu kvennanna og sást þá í ísbúðum í Los Angeles þar sem hann hámaði í sig góðgæti. Loks dró svo af leikaranum að hann varð bundinn hjólastól og gat hvergi farið án aðstoðar. Heimili hans var lítið á Hollywood-mælikvarða og þeir fáu sem þangað komu lýstu því sem fremur sóðalegu. Nokkrum dögum fyrir dauða Brandos bárust fréttir af bágum efnahag hans og sagt var að hann hefði svo mikinn vara á sér gagnvart lánardrottnum og kröfuhöfum að hann hefði falið báðar óskarsverðlaunastyttur sínar. Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Marlon Brando, leikarinn sem margir telja mesta kvikmyndaleikara allra tíma, lést síðastliðinn fimmtudag, áttræður að aldri. Hann hafði þjáðst af lungnabólgu síðustu tvö árin, átti við öndunarerfiðleika að stríða og stuttu fyrir dauða hans birtust myndir af honum í hjólastól. Brando varð goðsögn í lifanda lífi og ákaft dáður vegna byltingarkennds leikstíls sem hann þróaði og hafði áhrif á leikara á borð við Dustin Hoffman, Jack Nicholson, Al Pacino og Robert de Niro. Hann var kraftmikill og hugmyndaríkur leikari sem lifði sig fullkomlega inn í hlutverk sín og kom alveg sérlega vel til skila angist hins uppreisnargjarna utangarðsmanns. Þeir sem hrifust minnst af leikstíl Brandos kvörtuðu gjarnan yfir því að leikarinn muldraði ótæpilega og illmögulegt væri að skilja hann. Hann hlaut tvenn Óskarsverðlaun á ferlinum fyrir leik, í On The Waterfront 1954 og The Godfather árið 1973. Hann olli uppnámi þegar hann hafnaði seinni Óskarsverðlaununum vegna meðferðar Hollywood á indjánum. Á seinni hluta ferils síns var hann oft gagnrýndur fyrir að taka að sér veigalítil hlutverk eingöngu vegna ofurlauna sem í boði voru. Ekki fannst til dæmis öllum aðdáendum hans við hæfi að hann væri í hlutverki pabba Supermans og fannst lítið leggjast fyrir kappann sem hafði svo oft sýnt fádæma tilfinningalega dýpt í þungavigtarhlutverkum. Hann þótti uppreisnargjarn, skapmikill og dyntóttur og einkalíf hans var stormasamt. Hann giftist þrisvar og átti í ótal ástarævintýrum. Harmleikurinn í lífi hans varð þegar sonur hans Christopher myrti kærasta hálfsystur sinnar (og dóttur Brandos) árið 1990 og fimm árum seinna svipti hálfsystirin, Cheyenne, sig lífi með því að hengja sig, enn þunglynd vegna dauða ástmanns síns. Brando mun aldrei hafa jafnað sig eftir þessa atburði. Hann lagði stórfé í vörn sonar síns sem fékk nokkurra ára fangelsisdóm. Brando þótti með myndarlegri mönnum á yngri árum en seinni árin hljóp hann í spik vegna gríðarlegs ofáts. Síðustu árin sem hann lifði var hann í umsjón hjúkranarkvenna sem höfðu fyrir sið að læsa ísskápnum á heimili hans svo leikarinn tæmdi hann ekki. Brando slapp nokkrum sinnum úr vörslu kvennanna og sást þá í ísbúðum í Los Angeles þar sem hann hámaði í sig góðgæti. Loks dró svo af leikaranum að hann varð bundinn hjólastól og gat hvergi farið án aðstoðar. Heimili hans var lítið á Hollywood-mælikvarða og þeir fáu sem þangað komu lýstu því sem fremur sóðalegu. Nokkrum dögum fyrir dauða Brandos bárust fréttir af bágum efnahag hans og sagt var að hann hefði svo mikinn vara á sér gagnvart lánardrottnum og kröfuhöfum að hann hefði falið báðar óskarsverðlaunastyttur sínar.
Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira