Óvæntir útisigrar ÍBV og Víkings 29. júní 2004 00:01 Það urðu heldur betur óvænt úrslit í lokaleikjum áttundu umferðar Landsbankadeildar karla í gær. Víkingar unnu 0–2 sigur á ÍA á Akranesi og Eyjamenn lögðu topplið Fylkismanna, 1–2, í Árbænum. Fyrir vikið galopnaðist bæði toppbaráttan og botnbaráttan. Fyrsta tap Fylkismanna Eyjamenn urðu fyrstir til að vinna topplið Fylkismanna í sumar en þrátt fyrir 1–2 tap á heimavelli fyrir ÍBV er Fylkir með tveggja stiga forskot á toppnum. Leiksins verður ekki minnst fyrir snilldartilþrif leikmanna heldur fyrir mjög svo umdeilda dómgæslu Gylfa Orrasonar en vafasöm vítaspyrna á 60. mínútu skildi liðin að. Fram að þeim tíma hafði leikurinn verið mjög jafn og jafnteflislyktin lagði yfir Árbæinn. Heimamenn tóku forystuna á 19. mínútu með glæsilegu marki Björgólfs Takefusa beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn jöfnuðu sjö mínútum síðar þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kláraði færi i teignum mjög vel. Það var síðan Gunnar Heiðar sem fiskaði vítaspyrnuna umdeildu en meintur afbrotamaður, Valur Fannar Gíslason, var sendur í sturtu fyrir „brotið“. Bjarnólfur Lárusson skoraði örugglega úr spyrnunni. 10 leikmenn Fylkis náðu ekki að ógna marki ÍBV að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og Eyjamenn fögnuðu en Fylkismenn rifust við dómarann. Óvæntur sigur Víkinga Nýliðar Víkinga unnu sinn annan sigur í röð, þegar þeir unnu ÍA, 0–2, á Akranesi í gær. Þeir höfðu mátt þurfa að bíða í sjö leiki eftir þeim fyrsta sem kom gegn ÍBV í leiknum á undan en nú er hið unga lið Víkinga loksins búið að fóta sig í deildinni. Þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur Víkinga upp á Akranesi í 14 ár eða síðan liðið vann 0–2 þar árið 1990. Víkingar spiluðu mjög skynsaman leik og það besta sem gat gerst fyrir þá var að skora snemma. Markið kom eftir aðeins sjö mínútur þegar Grétar Sigurðsson, besti maður vallarsins, skallaði inn aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Víkingar féllu aftarlega í fyrri hálfleik og létu Skagamenn stjórna leiknum en Skagamenn komust ekki áleiðis gegn firnasterkri og skipulagðri vörn Víkinga. Skagamenn byrjuðu vel í þeim seinni en þeim fjaraði síðan út og Víkingar bættu verðskuldað við marki. Það var fyrst og fremst viljinn sem skilaði þessum óvænta Víkingssigri. „Auðvitað fer það inn í hausinn á svona ungum strákum að vinna ekki leik í fyrstu sex umferðunum. Við áttum mun fleiri stig skilin en við fengum í upphafi móts. Sigurinn í síðustu umferð gaf mönnum meðbyr og það sást í dag. Það er komið sjálfstraust í liðið og héðan af eru okkur allir vegir færir,“ sagði Sigursteinn Gíslason, aðstoðarþjálfari Víkings. Fylkir-ÍBV 1-2 1–0 Björgólfur Takefusa 19. 1–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26. 1–2 Bjarnólfur Lárusson, víti 60. Dómarinn Gylfi Þór Orrason Slakur Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 9–11 (4–6) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 21–14 Rangstöður 1–4 Gul spjöld (rauð) 3–4 (1–0) Góðir Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ólafur Ingi Stígsson Fylki Mark Schulte ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Eyjamenn höfðu ekki skorað í tæp fjögur ár, þremur heilum leikjum og í 304 mínútur á Fylkisvellinum þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði leikinn fyrir þá á 26. mínútu í gær. ÍA-Víkingur 0-2 0–1 Grétar Sigurðsson 7. 0–2 Jermaine Palmer 80. Dómarinn Ólafur Ragnarsson Sæmilegur Bestur á vellinum Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Tölfræðin Skot (á mark) 7–9 (1–4) Horn 8–2 Aukaspyrnur fengnar 20–14 Rangstöður 1–3 Gul spjöld (rauð) 0–2 (0–0) Mjög góðirGrétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Sölvi Geir Ottesen Víkingi Góðir Höskuldur Eiríksson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Kári Árnason Víkingi Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA Jermaine Palmer hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Landsbankadeild karla. Annað árið í röð ná Skagamenn aðeins að vinna einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu. Bæði sumrin hefur liðið fengið „aðeins“ 6 af 15 mögulegum stigum í fyrstu fimm heimaleikjunum í Landsbankadeildinni. Víkingar unnu síðast deildarleik á Skaganum 12. ágúst 1990. Það ár féllu Skagamenn niður í B-deild. Atli Helgason og Goran Micic skoruðu mörk Víkinga í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Sjá meira
Það urðu heldur betur óvænt úrslit í lokaleikjum áttundu umferðar Landsbankadeildar karla í gær. Víkingar unnu 0–2 sigur á ÍA á Akranesi og Eyjamenn lögðu topplið Fylkismanna, 1–2, í Árbænum. Fyrir vikið galopnaðist bæði toppbaráttan og botnbaráttan. Fyrsta tap Fylkismanna Eyjamenn urðu fyrstir til að vinna topplið Fylkismanna í sumar en þrátt fyrir 1–2 tap á heimavelli fyrir ÍBV er Fylkir með tveggja stiga forskot á toppnum. Leiksins verður ekki minnst fyrir snilldartilþrif leikmanna heldur fyrir mjög svo umdeilda dómgæslu Gylfa Orrasonar en vafasöm vítaspyrna á 60. mínútu skildi liðin að. Fram að þeim tíma hafði leikurinn verið mjög jafn og jafnteflislyktin lagði yfir Árbæinn. Heimamenn tóku forystuna á 19. mínútu með glæsilegu marki Björgólfs Takefusa beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn jöfnuðu sjö mínútum síðar þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kláraði færi i teignum mjög vel. Það var síðan Gunnar Heiðar sem fiskaði vítaspyrnuna umdeildu en meintur afbrotamaður, Valur Fannar Gíslason, var sendur í sturtu fyrir „brotið“. Bjarnólfur Lárusson skoraði örugglega úr spyrnunni. 10 leikmenn Fylkis náðu ekki að ógna marki ÍBV að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og Eyjamenn fögnuðu en Fylkismenn rifust við dómarann. Óvæntur sigur Víkinga Nýliðar Víkinga unnu sinn annan sigur í röð, þegar þeir unnu ÍA, 0–2, á Akranesi í gær. Þeir höfðu mátt þurfa að bíða í sjö leiki eftir þeim fyrsta sem kom gegn ÍBV í leiknum á undan en nú er hið unga lið Víkinga loksins búið að fóta sig í deildinni. Þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur Víkinga upp á Akranesi í 14 ár eða síðan liðið vann 0–2 þar árið 1990. Víkingar spiluðu mjög skynsaman leik og það besta sem gat gerst fyrir þá var að skora snemma. Markið kom eftir aðeins sjö mínútur þegar Grétar Sigurðsson, besti maður vallarsins, skallaði inn aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Víkingar féllu aftarlega í fyrri hálfleik og létu Skagamenn stjórna leiknum en Skagamenn komust ekki áleiðis gegn firnasterkri og skipulagðri vörn Víkinga. Skagamenn byrjuðu vel í þeim seinni en þeim fjaraði síðan út og Víkingar bættu verðskuldað við marki. Það var fyrst og fremst viljinn sem skilaði þessum óvænta Víkingssigri. „Auðvitað fer það inn í hausinn á svona ungum strákum að vinna ekki leik í fyrstu sex umferðunum. Við áttum mun fleiri stig skilin en við fengum í upphafi móts. Sigurinn í síðustu umferð gaf mönnum meðbyr og það sást í dag. Það er komið sjálfstraust í liðið og héðan af eru okkur allir vegir færir,“ sagði Sigursteinn Gíslason, aðstoðarþjálfari Víkings. Fylkir-ÍBV 1-2 1–0 Björgólfur Takefusa 19. 1–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26. 1–2 Bjarnólfur Lárusson, víti 60. Dómarinn Gylfi Þór Orrason Slakur Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 9–11 (4–6) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 21–14 Rangstöður 1–4 Gul spjöld (rauð) 3–4 (1–0) Góðir Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ólafur Ingi Stígsson Fylki Mark Schulte ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Eyjamenn höfðu ekki skorað í tæp fjögur ár, þremur heilum leikjum og í 304 mínútur á Fylkisvellinum þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði leikinn fyrir þá á 26. mínútu í gær. ÍA-Víkingur 0-2 0–1 Grétar Sigurðsson 7. 0–2 Jermaine Palmer 80. Dómarinn Ólafur Ragnarsson Sæmilegur Bestur á vellinum Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Tölfræðin Skot (á mark) 7–9 (1–4) Horn 8–2 Aukaspyrnur fengnar 20–14 Rangstöður 1–3 Gul spjöld (rauð) 0–2 (0–0) Mjög góðirGrétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Sölvi Geir Ottesen Víkingi Góðir Höskuldur Eiríksson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Kári Árnason Víkingi Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA Jermaine Palmer hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Landsbankadeild karla. Annað árið í röð ná Skagamenn aðeins að vinna einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu. Bæði sumrin hefur liðið fengið „aðeins“ 6 af 15 mögulegum stigum í fyrstu fimm heimaleikjunum í Landsbankadeildinni. Víkingar unnu síðast deildarleik á Skaganum 12. ágúst 1990. Það ár féllu Skagamenn niður í B-deild. Atli Helgason og Goran Micic skoruðu mörk Víkinga í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Sjá meira