Óvæntir útisigrar ÍBV og Víkings 29. júní 2004 00:01 Það urðu heldur betur óvænt úrslit í lokaleikjum áttundu umferðar Landsbankadeildar karla í gær. Víkingar unnu 0–2 sigur á ÍA á Akranesi og Eyjamenn lögðu topplið Fylkismanna, 1–2, í Árbænum. Fyrir vikið galopnaðist bæði toppbaráttan og botnbaráttan. Fyrsta tap Fylkismanna Eyjamenn urðu fyrstir til að vinna topplið Fylkismanna í sumar en þrátt fyrir 1–2 tap á heimavelli fyrir ÍBV er Fylkir með tveggja stiga forskot á toppnum. Leiksins verður ekki minnst fyrir snilldartilþrif leikmanna heldur fyrir mjög svo umdeilda dómgæslu Gylfa Orrasonar en vafasöm vítaspyrna á 60. mínútu skildi liðin að. Fram að þeim tíma hafði leikurinn verið mjög jafn og jafnteflislyktin lagði yfir Árbæinn. Heimamenn tóku forystuna á 19. mínútu með glæsilegu marki Björgólfs Takefusa beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn jöfnuðu sjö mínútum síðar þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kláraði færi i teignum mjög vel. Það var síðan Gunnar Heiðar sem fiskaði vítaspyrnuna umdeildu en meintur afbrotamaður, Valur Fannar Gíslason, var sendur í sturtu fyrir „brotið“. Bjarnólfur Lárusson skoraði örugglega úr spyrnunni. 10 leikmenn Fylkis náðu ekki að ógna marki ÍBV að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og Eyjamenn fögnuðu en Fylkismenn rifust við dómarann. Óvæntur sigur Víkinga Nýliðar Víkinga unnu sinn annan sigur í röð, þegar þeir unnu ÍA, 0–2, á Akranesi í gær. Þeir höfðu mátt þurfa að bíða í sjö leiki eftir þeim fyrsta sem kom gegn ÍBV í leiknum á undan en nú er hið unga lið Víkinga loksins búið að fóta sig í deildinni. Þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur Víkinga upp á Akranesi í 14 ár eða síðan liðið vann 0–2 þar árið 1990. Víkingar spiluðu mjög skynsaman leik og það besta sem gat gerst fyrir þá var að skora snemma. Markið kom eftir aðeins sjö mínútur þegar Grétar Sigurðsson, besti maður vallarsins, skallaði inn aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Víkingar féllu aftarlega í fyrri hálfleik og létu Skagamenn stjórna leiknum en Skagamenn komust ekki áleiðis gegn firnasterkri og skipulagðri vörn Víkinga. Skagamenn byrjuðu vel í þeim seinni en þeim fjaraði síðan út og Víkingar bættu verðskuldað við marki. Það var fyrst og fremst viljinn sem skilaði þessum óvænta Víkingssigri. „Auðvitað fer það inn í hausinn á svona ungum strákum að vinna ekki leik í fyrstu sex umferðunum. Við áttum mun fleiri stig skilin en við fengum í upphafi móts. Sigurinn í síðustu umferð gaf mönnum meðbyr og það sást í dag. Það er komið sjálfstraust í liðið og héðan af eru okkur allir vegir færir,“ sagði Sigursteinn Gíslason, aðstoðarþjálfari Víkings. Fylkir-ÍBV 1-2 1–0 Björgólfur Takefusa 19. 1–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26. 1–2 Bjarnólfur Lárusson, víti 60. Dómarinn Gylfi Þór Orrason Slakur Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 9–11 (4–6) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 21–14 Rangstöður 1–4 Gul spjöld (rauð) 3–4 (1–0) Góðir Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ólafur Ingi Stígsson Fylki Mark Schulte ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Eyjamenn höfðu ekki skorað í tæp fjögur ár, þremur heilum leikjum og í 304 mínútur á Fylkisvellinum þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði leikinn fyrir þá á 26. mínútu í gær. ÍA-Víkingur 0-2 0–1 Grétar Sigurðsson 7. 0–2 Jermaine Palmer 80. Dómarinn Ólafur Ragnarsson Sæmilegur Bestur á vellinum Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Tölfræðin Skot (á mark) 7–9 (1–4) Horn 8–2 Aukaspyrnur fengnar 20–14 Rangstöður 1–3 Gul spjöld (rauð) 0–2 (0–0) Mjög góðirGrétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Sölvi Geir Ottesen Víkingi Góðir Höskuldur Eiríksson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Kári Árnason Víkingi Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA Jermaine Palmer hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Landsbankadeild karla. Annað árið í röð ná Skagamenn aðeins að vinna einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu. Bæði sumrin hefur liðið fengið „aðeins“ 6 af 15 mögulegum stigum í fyrstu fimm heimaleikjunum í Landsbankadeildinni. Víkingar unnu síðast deildarleik á Skaganum 12. ágúst 1990. Það ár féllu Skagamenn niður í B-deild. Atli Helgason og Goran Micic skoruðu mörk Víkinga í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Það urðu heldur betur óvænt úrslit í lokaleikjum áttundu umferðar Landsbankadeildar karla í gær. Víkingar unnu 0–2 sigur á ÍA á Akranesi og Eyjamenn lögðu topplið Fylkismanna, 1–2, í Árbænum. Fyrir vikið galopnaðist bæði toppbaráttan og botnbaráttan. Fyrsta tap Fylkismanna Eyjamenn urðu fyrstir til að vinna topplið Fylkismanna í sumar en þrátt fyrir 1–2 tap á heimavelli fyrir ÍBV er Fylkir með tveggja stiga forskot á toppnum. Leiksins verður ekki minnst fyrir snilldartilþrif leikmanna heldur fyrir mjög svo umdeilda dómgæslu Gylfa Orrasonar en vafasöm vítaspyrna á 60. mínútu skildi liðin að. Fram að þeim tíma hafði leikurinn verið mjög jafn og jafnteflislyktin lagði yfir Árbæinn. Heimamenn tóku forystuna á 19. mínútu með glæsilegu marki Björgólfs Takefusa beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn jöfnuðu sjö mínútum síðar þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kláraði færi i teignum mjög vel. Það var síðan Gunnar Heiðar sem fiskaði vítaspyrnuna umdeildu en meintur afbrotamaður, Valur Fannar Gíslason, var sendur í sturtu fyrir „brotið“. Bjarnólfur Lárusson skoraði örugglega úr spyrnunni. 10 leikmenn Fylkis náðu ekki að ógna marki ÍBV að neinu ráði það sem eftir lifði leiks og Eyjamenn fögnuðu en Fylkismenn rifust við dómarann. Óvæntur sigur Víkinga Nýliðar Víkinga unnu sinn annan sigur í röð, þegar þeir unnu ÍA, 0–2, á Akranesi í gær. Þeir höfðu mátt þurfa að bíða í sjö leiki eftir þeim fyrsta sem kom gegn ÍBV í leiknum á undan en nú er hið unga lið Víkinga loksins búið að fóta sig í deildinni. Þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur Víkinga upp á Akranesi í 14 ár eða síðan liðið vann 0–2 þar árið 1990. Víkingar spiluðu mjög skynsaman leik og það besta sem gat gerst fyrir þá var að skora snemma. Markið kom eftir aðeins sjö mínútur þegar Grétar Sigurðsson, besti maður vallarsins, skallaði inn aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Víkingar féllu aftarlega í fyrri hálfleik og létu Skagamenn stjórna leiknum en Skagamenn komust ekki áleiðis gegn firnasterkri og skipulagðri vörn Víkinga. Skagamenn byrjuðu vel í þeim seinni en þeim fjaraði síðan út og Víkingar bættu verðskuldað við marki. Það var fyrst og fremst viljinn sem skilaði þessum óvænta Víkingssigri. „Auðvitað fer það inn í hausinn á svona ungum strákum að vinna ekki leik í fyrstu sex umferðunum. Við áttum mun fleiri stig skilin en við fengum í upphafi móts. Sigurinn í síðustu umferð gaf mönnum meðbyr og það sást í dag. Það er komið sjálfstraust í liðið og héðan af eru okkur allir vegir færir,“ sagði Sigursteinn Gíslason, aðstoðarþjálfari Víkings. Fylkir-ÍBV 1-2 1–0 Björgólfur Takefusa 19. 1–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26. 1–2 Bjarnólfur Lárusson, víti 60. Dómarinn Gylfi Þór Orrason Slakur Bestur á vellinum Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 9–11 (4–6) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 21–14 Rangstöður 1–4 Gul spjöld (rauð) 3–4 (1–0) Góðir Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ólafur Ingi Stígsson Fylki Mark Schulte ÍBV Einar Þór Daníelsson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Eyjamenn höfðu ekki skorað í tæp fjögur ár, þremur heilum leikjum og í 304 mínútur á Fylkisvellinum þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði leikinn fyrir þá á 26. mínútu í gær. ÍA-Víkingur 0-2 0–1 Grétar Sigurðsson 7. 0–2 Jermaine Palmer 80. Dómarinn Ólafur Ragnarsson Sæmilegur Bestur á vellinum Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Tölfræðin Skot (á mark) 7–9 (1–4) Horn 8–2 Aukaspyrnur fengnar 20–14 Rangstöður 1–3 Gul spjöld (rauð) 0–2 (0–0) Mjög góðirGrétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Sölvi Geir Ottesen Víkingi Góðir Höskuldur Eiríksson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Kári Árnason Víkingi Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA Jermaine Palmer hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Landsbankadeild karla. Annað árið í röð ná Skagamenn aðeins að vinna einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu. Bæði sumrin hefur liðið fengið „aðeins“ 6 af 15 mögulegum stigum í fyrstu fimm heimaleikjunum í Landsbankadeildinni. Víkingar unnu síðast deildarleik á Skaganum 12. ágúst 1990. Það ár féllu Skagamenn niður í B-deild. Atli Helgason og Goran Micic skoruðu mörk Víkinga í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira