Skoðun

Frá degi til dags

Ekki sama hver er Allt útlit er nú fyrir að farsælar málalyktir séu fyrir dyrum í framhaldsskólamálinu og að börn sem nú voru að útskrifast úr grunnskóla fái inni í framhaldsskólum landsins í haust. Einkennilegar þóttu samt þær deilur sem örlaði á milli flokkssystkinanna, menntamálaráðherra og formanns fjárlaganefndar. Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, lofaði fyrst aukafjárveitingu til að leysa vandann brást Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar hinn versti við og taldi að allar upplýsingar hefðu legið fyrir í lok síðasta árs og ætti því ekki að þurfa að koma til aukafjárveitingar. Vaknar því sú spurning hvort mistök hafi verið gerð og fjöldi nemenda í haust gróflega vanreiknaður, eða hvort vigt Þorgerðar Katrínar, sem sumir hafa talað um sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, sé bara ekki meiri en svo að hún ráði við að kría út aukafjárveitingar ein og óstudd. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom svo fram að núna væri Einar Oddur reiðubúinn að styðja tillögu um aukafjárveitingu, eftir að Geir Haarde, fjármálaráðherra, hefur lagt blessun sína yfir málið. Kjörfylgi forsætisráðherra Mikið hefur verið rætt um úrslit forsetakosninganna og menn ekki á eitt sáttir um hvernig beri að meta stuðning þjóðarinnar við forsetann. Til eru þeir sem viljað hafa gera lítið úr stuðningi við Ólaf Ragnar og gera því skóna að þeir sem ekki mættu á kjörstað hafi með því verið að halda eftir stuðningi við hann. Svo er þó ekki um alla. Til dæmis spurði eldri sjálfstæðiskona í framhaldi af þessum vangaveltum hvers hún og hennar félagar ættu þá að gjalda þegar fyrirséð væri að Halldór Ásgrímsson kæmist í valdamesta embætti landsins í haust, með lágmarksfylgi á bak við sig, allt í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Sagðist hún lítið gefa fyrir vangaveltur um fylgi forsetans þegar þetta væri haft í huga.



Skoðun

Sjá meira


×