Sækja hundruð milljarða á markað 20. október 2004 00:01 Íslensk fyrirtæki hafa sótt yfir hundrað milljarða á hlutabréfamarkaði í ár og ekkert útlit er fyrir að það hægi á þessari þróun. Fyrirtæki sjá mikil tækifæri til að treysta undirstöður sínar með því að sækja fé á hlutabréfamarkað um þessar mundir. Ástæðan er gott árferði á hlutabréfamarkaði og há verðlagning á fyrirtækjum. Þegar nýtt hlutafé er gefið út hefur það í för með sér að þeir sem fyrir áttu hlutabréf eiga minni hlut í félaginu en áður. Það kemur sér því vel þegar hlutabréf eru hátt verðlögð því þá er hægt að sækja mikið fé á markað gegn tiltölulega litlum hlut í fyrirtækinu. Þegar verðlagning á hlutabréfamörkuðum er lægra nýta fyrirtæki sér lán og skuldabréfaútgáfu í meiri mæli til þess að fjármagna verkefni sín. Greiningardeild KB banka sagði frá því í Hálf fimm fréttum að nú þegar hafi hlutafjáraukningar að verðmæti 116 milljarðar króna átt sér stað. Önnur fyrirtæki hafa lýst yfir að þau stefni að því að hækka hlutafé sitt á næstunni auk þess sem gert er ráð fyrir að bréf ríkisins í Símanum verði sett á markað. Að öllu þessu samantöldu nemur verðmæti nýs hlutafjár í Kauphöll Íslands 266 milljörðum króna. KB banki hefur fengið 92,4 milljarða í nýju hlutafé í tveimur umferðum hlutafjáraukninga. Íslandsbanki og Landsbanki hafa einnig selt nýtt hlutafé fyrir um sex milljarða samtals. Íslandsbanki, Flugleiðir og Bakkavör ætla að sækja nýtt hlutafé á næstunni og miðað við núverandi gengi bréfa í félögunum munu fyrirtækin afla alls rúmlega 66 milljarða króna. Þá er ótalið að ríkisstjórnin undirbýr nú sölu á hlut sínum í Símanum. Enn er ekki vitað hvernig sölunni verður háttað en sé tekið mið af verði fyrirtækisins á markaði gæti verðmæti hlutar ríkisins numið um 67 milljörðum króna. Verði Síminn seldur í heilu lagi fyrir það verð á næstunni er heildarinnspýting nýs fjármagns á hlutabréfamarkaði kominn upp um tvö hundruð milljarða á nokkrum misserum. Sérfræðingar í hlutabréfaviðskiptum benda á að stór fyrirtæki hafi verið dugleg að nýta sér góðærið á markaði með útgáfu nýs hlutafjár. Þetta er ólíkt því sem var þegar uppsveifla var síðast á markaði þegar ný fyrirtæki færðu sér ástandið í nyt með því að skrá sig á markað. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Íslensk fyrirtæki hafa sótt yfir hundrað milljarða á hlutabréfamarkaði í ár og ekkert útlit er fyrir að það hægi á þessari þróun. Fyrirtæki sjá mikil tækifæri til að treysta undirstöður sínar með því að sækja fé á hlutabréfamarkað um þessar mundir. Ástæðan er gott árferði á hlutabréfamarkaði og há verðlagning á fyrirtækjum. Þegar nýtt hlutafé er gefið út hefur það í för með sér að þeir sem fyrir áttu hlutabréf eiga minni hlut í félaginu en áður. Það kemur sér því vel þegar hlutabréf eru hátt verðlögð því þá er hægt að sækja mikið fé á markað gegn tiltölulega litlum hlut í fyrirtækinu. Þegar verðlagning á hlutabréfamörkuðum er lægra nýta fyrirtæki sér lán og skuldabréfaútgáfu í meiri mæli til þess að fjármagna verkefni sín. Greiningardeild KB banka sagði frá því í Hálf fimm fréttum að nú þegar hafi hlutafjáraukningar að verðmæti 116 milljarðar króna átt sér stað. Önnur fyrirtæki hafa lýst yfir að þau stefni að því að hækka hlutafé sitt á næstunni auk þess sem gert er ráð fyrir að bréf ríkisins í Símanum verði sett á markað. Að öllu þessu samantöldu nemur verðmæti nýs hlutafjár í Kauphöll Íslands 266 milljörðum króna. KB banki hefur fengið 92,4 milljarða í nýju hlutafé í tveimur umferðum hlutafjáraukninga. Íslandsbanki og Landsbanki hafa einnig selt nýtt hlutafé fyrir um sex milljarða samtals. Íslandsbanki, Flugleiðir og Bakkavör ætla að sækja nýtt hlutafé á næstunni og miðað við núverandi gengi bréfa í félögunum munu fyrirtækin afla alls rúmlega 66 milljarða króna. Þá er ótalið að ríkisstjórnin undirbýr nú sölu á hlut sínum í Símanum. Enn er ekki vitað hvernig sölunni verður háttað en sé tekið mið af verði fyrirtækisins á markaði gæti verðmæti hlutar ríkisins numið um 67 milljörðum króna. Verði Síminn seldur í heilu lagi fyrir það verð á næstunni er heildarinnspýting nýs fjármagns á hlutabréfamarkaði kominn upp um tvö hundruð milljarða á nokkrum misserum. Sérfræðingar í hlutabréfaviðskiptum benda á að stór fyrirtæki hafi verið dugleg að nýta sér góðærið á markaði með útgáfu nýs hlutafjár. Þetta er ólíkt því sem var þegar uppsveifla var síðast á markaði þegar ný fyrirtæki færðu sér ástandið í nyt með því að skrá sig á markað.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira