Sport

Pétur ekki að taka við ÍA

"Samningur minn við KR rennur úr í október en ég er ekkert farinn að ræða við aðra aðila að svo stöddu," segir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari 3. flokks karla hjá KR sem urðu Íslandsmeistarar fyrir skömmu. Herma heimildir að Skagamenn hafi áhuga á að fá hann sem næsta þjálfara ÍA en viðræður við núverandi þjálfara, Ólaf Þórðarson, hafa gengið brösuglega. Pétur segir ekkert hæft í því að viðræður hafi átt sér stað en viðurkennir að hann hafi áhuga á að þjálfa áfram þegar samningi hans við KR lýkur. "Það er tiltölulega rólegur tími framundan í aðalstarfi mínu sem ljósmyndari og ég held öllum möguleikum opnum. Ég ræði við fólk af Skaganum daglega en ég hef ekki rætt formlega um að taka við Skagaliðinu enda skilst mér að þeir séu langt komnir með að gera áframhaldandi samning við Ólaf."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×