Sport

Kiev dæmdur 3-0 sigur

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur dæmt Dynamo Kiev 3-0 sigur í leiknum gegn Roma, sem flautaður var af í hálfleik í meistaradeild Evrópu í síðustu viku, eftir að dómari leiksins fékk kveikjara í hausinn. Staðan var 1-0 fyrir Kiev, auk þess sem þeir voru einum fleiri eftir að dómarinn sænski, Anders Frisk, hafði gefið einum leikmanni Roma rauða spjaldið, þegar gengið var til búningsherbergja. Áður en Frisk komst hins vegar inn í búningsherbergin fékk hann kveikjara í hausinn frá stuðningsmönnum Roma svo úr blæddi. Auk þess að vera dæmdur þriggja marka ósigur í leiknum þarf Roma að spila næstu tvo leiki sína í meistaradeildinni fyrir luktum dyrum. Leikirnir eru gegn Bayer Leverkusen þann 3. nóvember og rúmum mánuði síðar gegn Real Madrid. Roma hefur frest fram á föstudagskvöld til að áfrýja úrskurði UEFA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×