Sport

Treyjan hans Pele á uppboði

Nýlega var haldið uppboð í Lundúnum þar sem treyja, sem knattspyrnugoðið Pele klæddist í úrslitaleik HM árið 1958, var í boði. Leikurinn var milli Brasilíumanna og Svía og frægur fyrir þær sakir að Brasilíumenn voru í bláum treyjum til að stangast ekki á við gula búning Svíanna. Brasilíumenn unnu leikinn, 5-2, og skoraði Pele tvennu í leiknum. Treyjan seldist á 59 þúsund pund eða um eða um 7,5 milljónir íslenskra króna. Þess má geta að fyrir tveimur árum seldist búningur Pele frá úrslitaleik HM árinu 1970 á tæpar 20 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×