Sport

Haukar með yfirburði gegn FH

Haukar unnu FH 34-26 á Íslandsmóti karla í handknattleik í gærkvöld. Haukar höfðu algera yfirburði í leiknum. Staðan í leikhléi var 20-11. Gísli Jón Þórisson var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk og Andri Stefan kom næstur með sex. Birkir Ívar Guðmundsson varði yfir tuttugu skot í markinu. Valur Arnarson skoraði átta mörk fyrir FH. Þetta var fyrsti sigur Hauka en þeir töpuðu fyrsta leik sínum. FH er með eitt stig. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×