Sport

Markalaust hjá ÍA og KR

Skagamenn og KR-ingar gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á Akranesi. Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og þótt það hafi aðeins lifnað yfir liðunum í síðari hálfleik þá náði leikurinn aldrei mikilli reisn. Skagamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en þeim gekk illa að komast í gegnum sterka vörn KR-inga. Þegar á heildina er lítið má segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit en Skagamenn voru nær stigunum þremur. Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var ósáttur eftir leikinn og sagði sína menn hafa átt skilið að fara með þrjú stig úr þessum leik. "Það var svekkjandi að ná ekki í þrjú stig út úr þessum leik. Við vorum betri aðilinn allan leikinn. Þeir áttu sín færi en í heildina vorum við sterkari. Þeir voru hins vegar þéttir í vörninni og við náðum aldrei að sprengja þá almennilega," sagði Ólafur Þórðarson. ÍA-KR 0-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×