Schumacher vann í Ungverjalandi 15. ágúst 2004 00:01 Michael Schumacher setti enn eitt met með því að vinna tólfta sigur sinn á tímabilinu í formúlu eitt kappakstrinum þegar hann vann ungverska kappaksturinn í gærdag. Sigur Schumachers sá einnig til þess að Ferrari vann keppni bílasmiða sjötta árið í röð þótt enn séu fimm keppnir eftir á tímabilinu. Ferrari braut 200 stiga múrinn í gær (202 stig) og hefur 111 stiga forskot á Renault þegar aðeins 90 stig eru eftir í pottinum. Schumacher og félagi hans Rubens Barrichello urðu í fyrstu tveimur sætunum líkt og sex sinnum áður á tímabilinu. Schumacher sjálfur er á góðri leið með því að vinna heimsmeistaratitilinn í sjöunda sinn en hann hefur 38 stiga forskot á félaga sinn hjá Ferrari þegar 50 stig eru eftir í pottinum. Enginn nema Barrichello getur náð Schumacher því það eru síðan 17 stig í Jenson Button hjá BAR-Honda sem er með rétt rúmlega helming stiga Michaels Schumacher. Schumacher hefur unnið 12 af 13 keppnum ársins, fyrstu fimm og svo síðustu sjö. Í einu keppninni sem hann stóð ekki efstur á palli (Mónakó-kappaksturinn) kláraði hann ekki keppnina sökum þess að það var keyrt aftan á hann. "Þetta var svo fullkomið og stórkostleg frammistaða hjá öllum í Ferrari-liðinu. Við byrjuðum tímabilið frábærlega en héldum áfram á fullu þótt við værum komnir með gott forskot," sagði Schumacher sem fagnaði vel með félögum sínum úr ítalska keppnisliðinu. Schumcaher hefur alltaf passað upp á að mennirnir á bak við Ferrari-bílinn fái athygli og það breyttist ekkert þegar 82. sigur hans á ferlinum var kominn í hús. Sjöundi heimsmeistaratitilinn ætti að koma í hús í belgíska kappakstrinum eftir tvær vikur, allt annað væri stórfrétt úr fyrirsjáanlegri formúlu. Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Michael Schumacher setti enn eitt met með því að vinna tólfta sigur sinn á tímabilinu í formúlu eitt kappakstrinum þegar hann vann ungverska kappaksturinn í gærdag. Sigur Schumachers sá einnig til þess að Ferrari vann keppni bílasmiða sjötta árið í röð þótt enn séu fimm keppnir eftir á tímabilinu. Ferrari braut 200 stiga múrinn í gær (202 stig) og hefur 111 stiga forskot á Renault þegar aðeins 90 stig eru eftir í pottinum. Schumacher og félagi hans Rubens Barrichello urðu í fyrstu tveimur sætunum líkt og sex sinnum áður á tímabilinu. Schumacher sjálfur er á góðri leið með því að vinna heimsmeistaratitilinn í sjöunda sinn en hann hefur 38 stiga forskot á félaga sinn hjá Ferrari þegar 50 stig eru eftir í pottinum. Enginn nema Barrichello getur náð Schumacher því það eru síðan 17 stig í Jenson Button hjá BAR-Honda sem er með rétt rúmlega helming stiga Michaels Schumacher. Schumacher hefur unnið 12 af 13 keppnum ársins, fyrstu fimm og svo síðustu sjö. Í einu keppninni sem hann stóð ekki efstur á palli (Mónakó-kappaksturinn) kláraði hann ekki keppnina sökum þess að það var keyrt aftan á hann. "Þetta var svo fullkomið og stórkostleg frammistaða hjá öllum í Ferrari-liðinu. Við byrjuðum tímabilið frábærlega en héldum áfram á fullu þótt við værum komnir með gott forskot," sagði Schumacher sem fagnaði vel með félögum sínum úr ítalska keppnisliðinu. Schumcaher hefur alltaf passað upp á að mennirnir á bak við Ferrari-bílinn fái athygli og það breyttist ekkert þegar 82. sigur hans á ferlinum var kominn í hús. Sjöundi heimsmeistaratitilinn ætti að koma í hús í belgíska kappakstrinum eftir tvær vikur, allt annað væri stórfrétt úr fyrirsjáanlegri formúlu.
Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira