Sport

Annar kani til Njarðvíkur

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfubolta, hefur bætt við sig öðrum kana fyrir næsta keppnistímabil. Sá heitir Matt Sayman og spilar sem bakvörður. Sayman, sem 191 sentimetri á hæð, lék með Baylor University á árunum 2000 til 2004 en hann útskrifaðist í vor. Hann var fyrirliði á lokatímabili sínu með skólanum, en þá var hann með 8 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir höfðu Njarðvíkingar samið við Troy Wiley og hafa líklega gengið frá öllum leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×