Ekki til b-lið hjá Tékkum 24. júní 2004 00:01 Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára gamli Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðlinum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leikmenn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykilmenn frá því í fyrstu tveimur leikjunum. Tékkneska liðið hefur bæði sýnt skemmtilegan fótbolta (7 mörk í 3 leikjum) sem og mikinn karakter því í öllum þremur leikjunum lentu Tékkar undir en komu til baka og tryggðu sér sigur. "Þetta var vel gert hjá mínum mönnum en það pirraði mig mikið fyrir leikinn að lesa að við værum að tefla fram einhverju b-liði í þessum leik. Tékkneska landsliðið hefur ekkert b-lið frekar en við höfum a-lið. Allir leikmenn í 23 manna leikmannahópi okkar eru hluti af sama liði, liði Tékklands," sagði Karel Brückner en þetta var fyrsti sigur Tékka á Þjóðverjum (fyrir utan leiki sem fóru í vítakeppni) síðan þeir unnu vináttulandsleik þjóðanna 1964. Liðin voru að mætast í 21. sinn og var þetta aðeins fjórði sigur Tékka. "Það var mjög ánægjulegt að vinna þá loksins en það voru fleiri ástæður til að kætast yfir þessum leik," bætti Brückner við og ýjaði að því að hann hefði sýnt og sannað styrk leikmannahópsins. Það eru bara tvö ár síðan þessi viðkunnalegi karl tók við tékkneska landsliðinu á miklum vonbrigðatímum í kjölfar þess að liðinu mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM 2002. Síðan þá hefur Karel Brückner ekki breytt miklu í leikstíl en miklu frekar lagt kapp á að móta sterka liðsheild og nýta bæði eldri og reyndari leikmenn sem og unga framtíðarmenn tékkneskrar knattspyrnu. Karel Brückner hóf sinn þjálfaraferil í nágrannaríkinu Slóvakíu en hann hafði sannað sig sem þjálfari í heimalandinu þegar hann tók við þjálfun yngri landsliða Tékka. Hann stýrði meðal annars 21 árs landsliðinu til silfurverðlauna á Evrópumótinu. Brückner er þekktastur fyrir gott leikskipulag en þegar hann tók við A-landsliðinu breytti hann ekki miklu nema einna helst að taka inn yngri leikmenn sem hann hafði hjálpað að blómstra hjá yngri landsliðinum Tékka. "Það geta allir komið og spilað fyrir mitt lið. Það skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir," sagði Brückner, sem hefur búið til skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Það verður ekki litið framhjá Tékkum þegar spáð er fyrir um verðandi Evrópumeistara í Portúgal. Tékkar eru taplausir og hafa unnið 10 af 11 leikjum sínum í keppninni til þessa, þar af þá átta síðustu. Hollendingar hafa verið lagðir tvisvar að velli í þessari sigurhrinu en þeir eru jafnframt þeir einu sem hafa náð stigi af Tékkum í keppninni, liðin gerðu 1-1 jafntefli í Rotterdam 29. mars í fyrra. Vegna frammistöðu Tékka þurftu Hollendingar að fara í umspil til að tryggja sig inn í lokakeppninna eftir að hafa verið í mikilli hættu að sitja eftir í riðlakeppninni þó svo að Tékkar sjálfir hafi síðan gulltryggt þá inn í átta liða úrslitin. Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára gamli Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðlinum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leikmenn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykilmenn frá því í fyrstu tveimur leikjunum. Tékkneska liðið hefur bæði sýnt skemmtilegan fótbolta (7 mörk í 3 leikjum) sem og mikinn karakter því í öllum þremur leikjunum lentu Tékkar undir en komu til baka og tryggðu sér sigur. "Þetta var vel gert hjá mínum mönnum en það pirraði mig mikið fyrir leikinn að lesa að við værum að tefla fram einhverju b-liði í þessum leik. Tékkneska landsliðið hefur ekkert b-lið frekar en við höfum a-lið. Allir leikmenn í 23 manna leikmannahópi okkar eru hluti af sama liði, liði Tékklands," sagði Karel Brückner en þetta var fyrsti sigur Tékka á Þjóðverjum (fyrir utan leiki sem fóru í vítakeppni) síðan þeir unnu vináttulandsleik þjóðanna 1964. Liðin voru að mætast í 21. sinn og var þetta aðeins fjórði sigur Tékka. "Það var mjög ánægjulegt að vinna þá loksins en það voru fleiri ástæður til að kætast yfir þessum leik," bætti Brückner við og ýjaði að því að hann hefði sýnt og sannað styrk leikmannahópsins. Það eru bara tvö ár síðan þessi viðkunnalegi karl tók við tékkneska landsliðinu á miklum vonbrigðatímum í kjölfar þess að liðinu mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM 2002. Síðan þá hefur Karel Brückner ekki breytt miklu í leikstíl en miklu frekar lagt kapp á að móta sterka liðsheild og nýta bæði eldri og reyndari leikmenn sem og unga framtíðarmenn tékkneskrar knattspyrnu. Karel Brückner hóf sinn þjálfaraferil í nágrannaríkinu Slóvakíu en hann hafði sannað sig sem þjálfari í heimalandinu þegar hann tók við þjálfun yngri landsliða Tékka. Hann stýrði meðal annars 21 árs landsliðinu til silfurverðlauna á Evrópumótinu. Brückner er þekktastur fyrir gott leikskipulag en þegar hann tók við A-landsliðinu breytti hann ekki miklu nema einna helst að taka inn yngri leikmenn sem hann hafði hjálpað að blómstra hjá yngri landsliðinum Tékka. "Það geta allir komið og spilað fyrir mitt lið. Það skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir," sagði Brückner, sem hefur búið til skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Það verður ekki litið framhjá Tékkum þegar spáð er fyrir um verðandi Evrópumeistara í Portúgal. Tékkar eru taplausir og hafa unnið 10 af 11 leikjum sínum í keppninni til þessa, þar af þá átta síðustu. Hollendingar hafa verið lagðir tvisvar að velli í þessari sigurhrinu en þeir eru jafnframt þeir einu sem hafa náð stigi af Tékkum í keppninni, liðin gerðu 1-1 jafntefli í Rotterdam 29. mars í fyrra. Vegna frammistöðu Tékka þurftu Hollendingar að fara í umspil til að tryggja sig inn í lokakeppninna eftir að hafa verið í mikilli hættu að sitja eftir í riðlakeppninni þó svo að Tékkar sjálfir hafi síðan gulltryggt þá inn í átta liða úrslitin.
Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira