Lífið

Kynþokkafullt golfmót

Miðnæturgolfmótið Amstel Light Iceland Open verður haldið á tveimur af bestu golfvöllum landsins, Keili og Golfklúbbi Reykjavíkur næstu daga. Í tilefni að því hefur Amstel boðið tveimur funheitum skutlum frá Bandaríkjunum til að herða menn í upphafshöggunum og auðvelda mönnum púttin. Shannon Elizabeth sem fækkaði fötum í grínmyndinn American Pie og Bond-stúlkan og golfáhugamanneskjan Tanya Roberts tóku boði Amstel fegins hendi en þær eru samkvæmt áreiðanlegum heimildum hörku-kylfingar. Auk þeirra mun Eric Szamanda úr CBS þáttunum CSI Crime Scene Investigation og hljómsveitin Vertical Limit heiðra keppendur með komu sinni. Er það mál manna að annað eins golfmót hafi ekki verið haldið hér á landi og ljóst að mótið verður æsispennandi þegar kynorkan verður beisluð sem aldrei fyrr á flötinni, green-inu og á barnum - og allt í boði Amstel Light.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.