Sport

Fimm Íslendingar á úrtökumótunum

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í gær þegar keppni hófst á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina. Ólafur Már Sigurðsson úr GK lék best á 73 höggum. Hann lék á Carden Park í Englandi eins og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sem lék á 75 höggum. Ólafur Már er í 23.-38. sæti og Birgir Leifur er í 46.-65. sæti. Magnús Lárusson úr GKj lék fyrsta hringinn á Chart Hills vellinum á 74 höggum og er í 38.-52. sæti. Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA og Heiðar Davíð Bragason úr GKj léku á St. Annes og var Sigurpáll á 82 höggum og Heiðar Davíð á 83 höggum. Kylfingarnir leika fjóra hringi, 72 holur, og komast um 28-30 kylfingar áfram af hverjum velli á annað stig úrtökumótsins, eða um 24%-25% af heildarfjölda keppenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×