Lífið

Hrafn segist skila uppgjöri til skattsins

"Ég skila uppgjöri til skattsins og auðvitað fylgir greinargerð með eins og með hverri einustu mynd sem ég geri," sagði Hrafn Gunnlaugsson, spurður um hvort hann myndi gera Kvikmyndamiðstöð Íslands grein fyrir þeim fjármunum sem hann fékk til gerðar myndar sinnar, Opinberunar Hannesar. Hrafn kvaðst ekkert hafa heyrt um að málið væri enn í gangi. Forráðamenn Kvikmyndamiðstöðvar og kvikmyndagerðarmenn yrðu að fá að hafa sínar skoðanir á því, þótt þær færu ekki saman. "Ég hef lítið fylgst með þessu máli," sagði hann. "Ég fer eftir þeim reglum og lögum sem mér eru sett. Ég hef alltaf hreinsað mín mál upp og skilað þeim. Ég hef aldrei fengið athugasemdir um nokkurn skapaðan hlut sem ég hef gert í mínum fjármálum alla ævina. Ég mun skila þessu af mér, eins og mér ber, og svo verða menn að taka því hvernig sem það er. Ég held að menn eigi fremur að ræða þetta mál þegar skatturinn er búinn að fá uppgjörið í febrúar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.