Hefna Hólmarar gegn Keflavík 16. október 2004 00:01 Intersportdeildin í körfuknattleik er nú komin á fullt skrið. Íþróttin hefur verið á mikilli siglingu undanfarið ár og vinsældir þess aukist til muna. Önnur umferð Intersportdeildarinnar fer fram í kvöld og okkrar áhugaverðar viðureignir munu líta dagsins ljós. Fréttablaðið sló á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar, fyrrum þjálfara, sem spáði í spilin. Haukar - Tindastóll "Ég held að Haukarnir vinni þann leik. Nýlega bárust slæmar fréttir úr herbúðum Tindastóls, þær að Bandaríkjamennirnir sem þeir voru búnir að semja við, koma ekki. Tindastóll er því komið aftur á byrjunarreit, sem er náttúrulega skelfileg staðreynd. Þetta eru keppnismenn fyrir norðan, og meðan þessi mál eru í vinnslu munu ungir og óreyndir leikmenn fá sína eldskírn. En það er þó ekki mikill tími til stefnu því þeir verða að ná í einn og einn sigur, ætli þeir sér að halda sér í deildinni." KFÍ - Fjölnir "Þetta er einn af þeim leikjum sem KFÍ verður að vinna, ætli það sér að halda sér í deildinni. Þetta er líka talsverð eldskírn fyrir nýliða Fjölnis en þeir eru ansi vel mannaðir og ég myndi tippa á sigur þeirra. Ef Ísfirðingar fylla húsið þá gæti samt komið einhver skjálfti í hina ungu leikmenn Fjölnis. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef KFÍ færi með sigur af hólmi." KR - Skallagrímur "Þessi lið gætu orðið á svipuðu róli í deildinni í vetur. KR-ingarnir eru kannski með örlítið meiri hefð sín megin, eru á heimavelli og oftar en ekki verið með ágætisleiki þar. KR hefur byrjað haustið nokkuð vel miðað við breytingarnar. Ég hallast frekar að því að KR vinni en myndi svo sem ekki detta af stólnum ef Skallagrímur tækist að vinna." ÍR - Njarðvík "ÍR-ingar hafa oft leikið undir getu og ekki náð að vera á þeim stað sem að mannskapurinn segir til um. Þeir ná stundum að stríða þessum Suðurnesjaliðum og unnu m.a. Keflavík í fyrra. Í sögulegu samhengi þá eiga þeir séns í þessum leik. Njarðvíkingar eru þó það vel mannaðir í dag, mikil breidd í hverri stöðu, að ég spái þeim sigri í þessum leik." Snæfell - Keflavík"Þetta verður án efa leikur umferðarinnar. Frábær leikur og ég myndi glaður vilja vera í Hólminum og sjá þennan leik. Þetta eru náttúrulega liðin sem kepptu til úrslita síðastliðið vor. Ég veit ekki hvort hinn nýi leikmaður Keflvíkinga verður kominn til landsins. Auðvitað getur það líka brugðið til beggja vona, hvort hann falli strax inn í liðið eða muni hægt og rólega finna sig með liðinu. Ég ætla að tippa á heimasigur í þessum leik og að Snæfell muni halda velli og vinna þennan leik og ná að kvitta aðeins fyrir tapið í Grindavík í fyrstu umferðinni." Hamar/Selfoss - Grindavík "Ég held að það sé hreint og klárt að Grindavík vinnur þann leik án teljandi erfiðleika. Þeir eru mjög vel mannaðir og Darrel Lewis virðist vera í fantaformi í ár. Hann er léttari en hann var í fyrra og hefur greinilega ekki lyft jafnmikið og hann gerði um sumarið í fyrra. Grindvíkingar eru líka komnir með meiri ógn inni í teig og það var það sem vantaði þá. Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir Hamar/Selfoss og Grindavík á að vinna nokkuð auðveldan sigur. En ef menn vanmeta þá getur þetta orðið erfiðara og tölurnar jafnari." Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Intersportdeildin í körfuknattleik er nú komin á fullt skrið. Íþróttin hefur verið á mikilli siglingu undanfarið ár og vinsældir þess aukist til muna. Önnur umferð Intersportdeildarinnar fer fram í kvöld og okkrar áhugaverðar viðureignir munu líta dagsins ljós. Fréttablaðið sló á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar, fyrrum þjálfara, sem spáði í spilin. Haukar - Tindastóll "Ég held að Haukarnir vinni þann leik. Nýlega bárust slæmar fréttir úr herbúðum Tindastóls, þær að Bandaríkjamennirnir sem þeir voru búnir að semja við, koma ekki. Tindastóll er því komið aftur á byrjunarreit, sem er náttúrulega skelfileg staðreynd. Þetta eru keppnismenn fyrir norðan, og meðan þessi mál eru í vinnslu munu ungir og óreyndir leikmenn fá sína eldskírn. En það er þó ekki mikill tími til stefnu því þeir verða að ná í einn og einn sigur, ætli þeir sér að halda sér í deildinni." KFÍ - Fjölnir "Þetta er einn af þeim leikjum sem KFÍ verður að vinna, ætli það sér að halda sér í deildinni. Þetta er líka talsverð eldskírn fyrir nýliða Fjölnis en þeir eru ansi vel mannaðir og ég myndi tippa á sigur þeirra. Ef Ísfirðingar fylla húsið þá gæti samt komið einhver skjálfti í hina ungu leikmenn Fjölnis. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef KFÍ færi með sigur af hólmi." KR - Skallagrímur "Þessi lið gætu orðið á svipuðu róli í deildinni í vetur. KR-ingarnir eru kannski með örlítið meiri hefð sín megin, eru á heimavelli og oftar en ekki verið með ágætisleiki þar. KR hefur byrjað haustið nokkuð vel miðað við breytingarnar. Ég hallast frekar að því að KR vinni en myndi svo sem ekki detta af stólnum ef Skallagrímur tækist að vinna." ÍR - Njarðvík "ÍR-ingar hafa oft leikið undir getu og ekki náð að vera á þeim stað sem að mannskapurinn segir til um. Þeir ná stundum að stríða þessum Suðurnesjaliðum og unnu m.a. Keflavík í fyrra. Í sögulegu samhengi þá eiga þeir séns í þessum leik. Njarðvíkingar eru þó það vel mannaðir í dag, mikil breidd í hverri stöðu, að ég spái þeim sigri í þessum leik." Snæfell - Keflavík"Þetta verður án efa leikur umferðarinnar. Frábær leikur og ég myndi glaður vilja vera í Hólminum og sjá þennan leik. Þetta eru náttúrulega liðin sem kepptu til úrslita síðastliðið vor. Ég veit ekki hvort hinn nýi leikmaður Keflvíkinga verður kominn til landsins. Auðvitað getur það líka brugðið til beggja vona, hvort hann falli strax inn í liðið eða muni hægt og rólega finna sig með liðinu. Ég ætla að tippa á heimasigur í þessum leik og að Snæfell muni halda velli og vinna þennan leik og ná að kvitta aðeins fyrir tapið í Grindavík í fyrstu umferðinni." Hamar/Selfoss - Grindavík "Ég held að það sé hreint og klárt að Grindavík vinnur þann leik án teljandi erfiðleika. Þeir eru mjög vel mannaðir og Darrel Lewis virðist vera í fantaformi í ár. Hann er léttari en hann var í fyrra og hefur greinilega ekki lyft jafnmikið og hann gerði um sumarið í fyrra. Grindvíkingar eru líka komnir með meiri ógn inni í teig og það var það sem vantaði þá. Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir Hamar/Selfoss og Grindavík á að vinna nokkuð auðveldan sigur. En ef menn vanmeta þá getur þetta orðið erfiðara og tölurnar jafnari."
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira