Viðskipti

Tíu prósent iPhone-síma ólögleg

Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð.

Viðskipti erlent

Annað Ísland í útlöndum

Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra.

Viðskipti innlent

Stærstu bankakaupin senn að veruleika

Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa.

Viðskipti erlent

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið.

Viðskipti erlent

Handan járntjaldsins

Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir.

Viðskipti innlent

Umsvifamesti atvinnurekandinn

Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrir­tækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku.

Viðskipti innlent

Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum

160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess.

Viðskipti innlent

Útrás í anda stjórnarsáttmála

Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“.

Viðskipti innlent

Lokagengi Dow Jones aldrei hærra

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti.

Viðskipti erlent

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent.

Viðskipti innlent

Beðið eftir uppgjörstölum vestanhafs

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hefur hækkað í dag en fjárfestar bíða afkomutalna nokkurra stórfyrirtækja fyrir þriðja ársfjórðung þar í landi. Mesta eftirvæntingin liggur í tölum bandaríska álrisans Alcoa, sem birtir tölur sínar eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld auk þess sem bandaríski seðlabankinn birtir álit sitt um stöðu efnahagsmála af síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september síðar í dag.

Viðskipti erlent

Glitnir í samvinnu við kínverskt orkufyrirtæki

Glitnir og kínverska olíu- og orkufyrirtækið Sinopec hafa tilkynnt um aukna samvinnu við jarðhitaverkefni í Kína. Að samstarfinu koma einnig Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest en markmið samstarfsins er að auka notkun á jarðhita til orkuframleiðslu í Kína. Glitnir og Sinopeg munu stofna sérstakt félag sem mun vinna að því að auka fjárfestingar í jarðhitaverkefnum í Kína.

Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 0,5% hækkun neysluverðvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli september og október en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið. Í verðbólguspá sem birt var 24. september gerði Greiningin ráð fyrir 0,5% hækkun í október og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá.

Viðskipti innlent

Internetlén fyrir asíumarkað

Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén sem allra fyrst. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið á eftir Evrópulénunum .eu sem tóku gildi á síðasta ári. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia.

Viðskipti erlent

Sænska lögreglan rannsakar innherjaviðskipti í OMX

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur nú hafið rannsókn á innherjaviðskiptum í tengslum við yfirtökutilboð Nasdaq og Kauphallarinnar í Dubai á OMX sem íslenska kauphöllin er hluti af. Sænska fjármálaeftirlitið hafði áður rannsakað málið og ákvað í framhaldinu að láta málið í hendur lögreglunnar.

Viðskipti erlent

Glitnir á höttunum eftir dönskum verðbréfamiðlurum

Ökonomisk ugebrev segir í morgun að Glitnir sé á hötttunum eftir verðbréfamiðlun í Danmörku eða hópi danskra miðlarar til starfa hjá sér. Haft er eftir Sveinung Hartvedt aðstoðarforstjóra Glitnis í Danmörku að það sé erfitt að komast inn á þennan markað en alls ekki ómögulegt fyrir bankann.

Viðskipti erlent

Styttist í risayfirtöku

Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og hinn spænski Santander hafa tryggt sér samþykki 85 prósent hluthafa fyrir yfirtökutilboði í hollenska bankann ABN Amro.

Viðskipti erlent