Viðskipti

Ósáttir við að Skeljungur noti nafn Orkunnar

Fyrirtækið Orka ehf hefur stefnt Skeljungi fyrir að nota nafnið Orkan í atvinnustarfsemi, en Orka er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og viðgerðum á bílrúðum sem og sölu á bílalakki og öðrum vörum sem tengjast bifreiðum. Fyrirtækið var stofnað árið 1944.365

Viðskipti innlent

Allar bestu vefsíðurnar fyrir konur

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes tók á dögunum saman lista yfir 100 bestu vefsíðurnar á netinu fyrir konur. Á listanum eru margvíslegar vefsíður, um hin ýmsu mál, sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla sérstaklega um áhugamál kvenna.

Viðskipti erlent

Hagstofan mælir 5,8% atvinnuleysi í ágúst

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í ágúst 2012 að jafnaði 178.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 168.000 starfandi og 10.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 74,8% og atvinnuleysi var 5,8%.

Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag.

Viðskipti erlent

Gengi bréfa Regins hækkar enn

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins, sem skráð var á markað í sumar, hækkaði um 0,8 prósent í viðskiptum dagsins og er gengi bréf félagsins nú 9,43. Þegar félagið var skráð á markað var gengi bréfa félagsins 8,25.

Viðskipti innlent

Felldu tillögu um útsvarslækkun

Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi á fundi borgarstjórnar í dag tillögu um að útsvar verði lækkað í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn lagði lækkunina til svo að hækkanir núverandi meirihluta yrðu dregnar til baka.

Viðskipti innlent

Íslenskt hugvit í Hvíta húsið

Íslenska fyrirtækið DataMarket mun kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu í byrjun næsta mánaðar. Hugbúnaðurinn er gerður til að safna saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum á eina vefgátt. Þannig væri hægt að nálgast allar upplýsingar um orkumál í Bandaríkjunum á einum stað, en hugbúnaðurinn var forritaður að beiðni Hvíta hússins.

Viðskipti innlent

Tim Ward: Hvergi krafist ríkisábyrgðar

Það er ekkert í tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar sem kveður á um að ríkisábyrgðar eða ríkisfjármögnunar sé krafist, sagði Tim Ward, aðalmálflytjandi Íslendinga í Icesavemálinu þegar hann flutti mál Íslands fyrir EFTA dómstólnum í Luxemborg í morgun. "Tilskipunin gerir ríkinu skylt að setja upp og að stjórna innistæðutryggingakerfi, en það er ekkert kveðið á um það að ríkið verði að greiða bætur,“ bætti Tim Ward við.

Viðskipti innlent

Minni ásókn í tveggja ára MBA-nám í bandarískum háskólum

Dregið hefur stórlega úr umsóknum í tveggja ára MBA-nám í Bandaríkjunum á undanförnum árum, og dró enn úr umsóknum fyrir haustönnina á þessu ári sem var að hefjast. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal (WSJ) í dag, og er vitnað til nýrra talna frá Graduate Management Admission Council (GMAC), sem hefur annast hin svokölluðu GMA próf, sem nemendur þurfa oft að klára með ákveðnum lágmarksárangri til þess að eiga möguleika á því að fá inni í skólum.

Viðskipti erlent

Málflutningi í Icesave lokið

Málflutningi í Icesave málinu lauk í hádeginu að íslenskum tíma, en málflutningurinn tók um þrjár klukkustundir samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Það var Tim Ward sem flutti málið fyrir hönd Íslands en auk hans eru átta manna lögfræðiteymi statt í Lúxemborg vegna málflutningsins.

Viðskipti innlent

Svanurinn í samstarf við Advania

Norræna umhverfismerkið Svanurinn hefur gengið til samstarfs við upplýsingatæknifyrirtækið Advania um samþættan rekstur á tækniumhverfi Svansins á Norðurlöndum. "Svanurinn hefur um 130 starfsmenn í fjórum löndum, en það er Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Náið samstarf í tæknimálum hvílir á stoðum gagnkvæms trausts og við erum nú þegar farin að skoða fleiri samstarfsfleti. Við teljum okkur í góðum höndum hjá Advania," segir Elva Rakel Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun í fréttatilkynningu.

Viðskipti innlent

Átján ríki nota gjaldmiðil annars ríkis

Alls nota átján fullvalda ríki gjaldmiðil annars ríkis, að því er fram kemur í sérriti Seðlabanka Íslands um gengis- og gjalmiðlamál. Fjallað er um ríkin í sérstökum kafla um einhliða upptöku nýrra gjaldmiðla. Flest ríkin eru fyrrum nýlendur, sem mörg hver hafa haldið áfram að nota gjaldmiðil fyrrum nýlenduherra eða síðar tekið upp gjaldmiðil þess ríkis sem vegur þyngst í utanríkisviðskiptum þeirra, í flestum tilvikum Bandaríkjadollar. Sjá má lista yfir ríkin átján hér að neðan.

Viðskipti innlent

Lækkanir á öllum helstu hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfavísitölur lækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,17 prósent og S&P vísitalan um 0,3 prósent. Í Evrópu lækkaði DAX vísitalan um 0,11 prósent og FTSE vísitalan í Bretlandi um 0,37 prósent.

Viðskipti erlent

Evran besti kosturinn af ólíkum myntsvæðum

Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn.

Viðskipti innlent

Evran er álitlegasti kosturinn

Evran er álitlegasti kosturinn sem Ísland hefur ef til stendur að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi eða festa íslensku krónuna við hann á annað borð. Ef Evran yrði ekki fyrir valinu væri danska krónan næstbesti kosturinn.

Viðskipti innlent

Hreyfingin vill almenna niðurfærslu fasteignalána

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar. Tillagan felur í sér að fjármála- og efnahagsráðherra skipi þriggja manna starfshóp, óháðan hagsmunaaðilum, sem útfæri áætlun um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila. Áætlunin skuli byggð á að þær skuldir sem til eru komnar vegna hækkunar vísitölu neysluverðs frá árslokum 2007 og eru umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands verði fluttar frá heimilunum í sérstakan afskriftasjóð fasteignaveðlána auk breytinga á verðtryggingarákvæðum slíkra lána.

Viðskipti innlent