Evran besti kosturinn af ólíkum myntsvæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. september 2012 19:13 Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira