Viðskipti

Hönnuðu kerfi til að einfalda störf lögmanna

Fyrirtækið Vergo hefur hannað hugbúnað eða kerfi sem kemur til með að einfalda vinnu lögmanna. Það eru þau Kjartan Valur Þórðarson tölvunarfræðingur og lögmennirnir Hildur Ýr Viðarsdóttir og Anna Þórdís Rafnsdóttir sem sáu um hönnun kerfisins.

Viðskipti innlent

Ístak lágmarkar hugsanlegt tjón

"Við erum að vinna í því núna að finna út úr því hvaða áhrif þetta hefur á okkur og lágmarka það tjón sem hugsanlega gæti orðið,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, um gjaldþrot danska verktakarisans Pihl & Søn.

Viðskipti innlent

Spæjaralinsa á snjallsíma

Fólk þarf ekki að snúa símanum að þeim eða því sem taka á mynd af, heldur getur sá sem er með símann látist vera að skoða símann sinn, en stillt linsuna þannig að hann taki myndir í kringum sig.

Viðskipti erlent

Skipsstjórinn sem elti draumana

Þegar Jón Magnússon hugðist koma útgerðarfyrirtæki sínu á laggirnar árið 1967 vildu bankarnir í heimabænum ekki veita honum lán þótt slíkt byðist fjölskyldum sem vildu festa kaup á imbakassa.

Viðskipti innlent

Sprotar vongóðir um fjármögnun

Tíu sprotafyrirtæki Startup Reykjavik kynntu verkefni sín fjárfestum í gær. Hefðbundin valdahlutföll hafa raskast og tækifæri orðið til á heimsvísu, sagði forseti Íslands í opnunarávarpi.

Viðskipti innlent

Landsvirkjun skilar rúmlega sex milljarða tapi

Landsvirkjun tapaði 6,3 milljörðum króna fyrstu sex mánuði þessa árs að því er fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður upp á rétt rúman milljarð. Í tilkynningu segir að tapið í ár megi rekja til svokallaðra gangvirðisbreytinga á innbyggðum ál-afleiðum orkusölusamninga. Handbært fé frá rekstri nam 16,1 milljarði og er það 13,8% hækkun frá sama tímabili árið áður.

Viðskipti innlent

Eik kaupir Smáratorg auk fleiri fasteigna

Fasteignafélagið Eik skrifaði í dag undir kaupsamning við fasteignafélagið SMI ehf um kaup Eikar á rúmlega sextíu og tvö þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í Kópavogi og á Akureyri. Um er að ræða fasteignirnar við Smáratorg í Kópavogi auk fasteigna á Gleráreyrum og við Dalsbraut á Akureyri. Samningurinn er gerður með fyrirvara um fjármögnun og samþykki hluthafafundar Eikar, stjórna beggja félaga og Samkeppniseftirlitsins. Leigutakar að þessum fasteignum eru í dag um sjötíu og fimm og mun eignasafn Eikar stækka um rúm sjötíu prósent. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Viðskipti innlent

Verðhrun á grásleppuhrognum

Verðhrun hefur orðið á grásleppuhrognum í ár og er verðið núna um það bil helmingi lægra en það var á sama tíma í fyrra. Horfur eru á að mun færri muni stunda þessar veiðar á næsta ári en verið hefur.

Viðskipti innlent

Spá hægum hagvexti en bjartari framtíð

Samkvæmt þjóðhags- og mannfjöldaspá Hagstofunnar verður hagvöxtur á mann 0,9 prósent í ár samanborið við 1,8 prósenta hagvöxt á mann á ári, að meðaltali, síðustu 20 árin. Reiknar stofnunin með 0.8 prósent vexti mannfjöldans og 1,7 prósenta hagvexti.

Viðskipti innlent

Mikill verðmunur er á innkaupalistum

Mörgum þúsundum getur munað á því sem nemendum í yngstu bekkjum er gert að kaupa inn fyrir skólaárið. Innkaupalistar frá sumum skólum eru ítarlegir og gera kröfur um að keypt séu sérstök áhöld en aðrir gera einfaldari kröfur.

Viðskipti innlent

Ætlaði aldrei að senda ávísanir í pósti

Ekki stóð til að senda þeim sem eiga að fá niðurfellingu á skuldum ávísun í pósti strax í sumar. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kjarnanum, nýju rafrænu tímariti sem kom út í dag. „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það tæki tíma til að skapa aðstæður þar sem þetta væri framkvæmanlegt,“ segir forsætisráðherra.

Viðskipti innlent

Seðlabanki sagður linur í verðbólguslag

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Greiningardeildir viðskiptabankanna undrast að ekki séu áform um að hækka stýrivexti miðað við svarta verðbólguspá, en greiningardeildirnar spá að verðbólgan fari yfir fjögur prósent í vetur.

Viðskipti innlent

"Þetta viðtal á að vera um peningastefnuna“

Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá falli bankanna höfum við enn takmarkaðar upplýsingar um tap ríkissjóðs vegna 500 milljóna evra lánveitingar til Kaupþings í miðju bankahruni. Seðlabankinn neitar enn að veita upplýsingar um símtal þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra þegar ákvörðun um lánið var tekin.

Viðskipti innlent