Viðskipti innlent

Sætanýting Wow air 82% á öðrum fjórðungi ársins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Wow air flutti fjórðungi fleiri farþega á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra.
Wow air flutti fjórðungi fleiri farþega á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur
Farþegum íslenska flugfélagsins Wow air hefur fjölgað um 25 prósent milli ára á öðrum fjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum félagsins.

„Sætanýting WOW air á öðrum ársfjórðungi er 82 prósent en til samanburðar var sætanýting Iceland Express og WOW air samanlagt á öðrum ársfjórðungi 2012 63 prósent,“ segir í tilkynningu félagsins.

Flugfélagið er sagt hafa náð markmiðum sínum, þar sem stundvísi, lægsta verð og breiðasta brosið séu gildi félagsins.

„Nær allar brottfarir WOW air voru á réttum tíma eða í 98 prósentum tilvika síðustu tvær vikurnar í júlí samkvæmt nýjustu stundvísisútreikningum vefsíðunnar Túristi.is. „

Þá er vísað í nýjustu mánaðarkönnun Dohop um að Wow air bjóði lægsta flugmiðaverðið.

Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, að starfsfólk félagsins sé mjög stolt af árangrinum, sem staðfesti að félagið sé komið til að vera.

„Við horfum björtum augum til framtíðar,“ hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×