Hönnuðu kerfi til að einfalda störf lögmanna 27. ágúst 2013 22:24 Þau Anna Þórdís Rafnsdóttir, Hildur Ýr Viðarsdóttir og Kjartan Valur Þórðarson hönnuðu kerfi sem á að einfalda lögmönnum störf. mynd/365 Fyrirtækið Vergo hefur hannað hugbúnað eða kerfi sem kemur til með að einfalda vinnu lögmanna. Það eru þau Kjartan Valur Þórðarson tölvunarfræðingur og lögmennirnir Hildur Ýr Viðarsdóttir og Anna Þórdís Rafnsdóttir sem sáu um hönnun kerfisins. Anna Þórdís segir kerfið hafi kom á markað í byrjun þessa árs og nú þegar hafi nokkrar lögmannsstofur byrjað að nota það. „Áður en við hófum sölu á kerfinu var það í þróun og prufu hjá einni lögmannsstofu í um eitt og hálft ár. Það var því komin ágætis reynsla á hvernig það virkar áður en við byrjuðum að selja það,“ segir Anna Þórdís. Anna Þórdís segir að hingað til hafi lögmannsstofur ekki verið með neina heildstæða lausn eða neitt eitt kerfi sem tekur á öllu. Þetta kerfi sé svar við við því. Anna Þórdís segir að með svona kerfi aukist yfirsýn og öryggi. Hún segir segir að kerfið haldi utan um öll mál lögmanna, kerfið getur haldið utan um fresti og verkefni í málum. Hægt sé að forskrá mál og verkferla, það henti til dæmis afar vel í slysamálum sem eru rekin með svipuðum hætti í hvert sinn. Kerfið heldur utan um hagsmunaárekstra, til dæmis ef einn lögmaður er með gagnnaðila sem er skráður umbjóðandi hjá öðrum lögmanni á sömu stofu. Þá er tímaskráningakerfi og kostnaðarskráningarkerfi og hægt er að taka allar upplýsingar út sem tölfræði og gröf. Það nýtist til dæmis vel fyrir stjórnendur sem fá betri yfirsýn yfir verkefni stofunnar og hvernig starfsmenn skipta tíma sínum.„Skemmtilegt að vinna að nýsköpun“ „Kjartan er hugbúnaðarsérfræðingurinn og sá um alla forritun á kerfinu,“ segir Anna Þórdís. „Við þrjú sáum um hönnun kerfisins í sameiningu og þar kom reynsla okkar Hildar Ýrar úr lögmannsstörfum sér vel. Við höfum í störfum okkar öðlast góða innsýn í hvernig best er að hafa svona kerfi.“ „Það er auðvitað skemmtilegt að vera hluti af svona nýsköpun á lögmannssviðinu og geta lagt eitthvað af mörkum þar,“ segir Anna Þórdís. Þau Kjartan, Hildur Ýr og Anna Þórdís eru með fleiri lausnir í þróun sem miðuð eru að öðrum atvinnugreinum. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fyrirtækið Vergo hefur hannað hugbúnað eða kerfi sem kemur til með að einfalda vinnu lögmanna. Það eru þau Kjartan Valur Þórðarson tölvunarfræðingur og lögmennirnir Hildur Ýr Viðarsdóttir og Anna Þórdís Rafnsdóttir sem sáu um hönnun kerfisins. Anna Þórdís segir kerfið hafi kom á markað í byrjun þessa árs og nú þegar hafi nokkrar lögmannsstofur byrjað að nota það. „Áður en við hófum sölu á kerfinu var það í þróun og prufu hjá einni lögmannsstofu í um eitt og hálft ár. Það var því komin ágætis reynsla á hvernig það virkar áður en við byrjuðum að selja það,“ segir Anna Þórdís. Anna Þórdís segir að hingað til hafi lögmannsstofur ekki verið með neina heildstæða lausn eða neitt eitt kerfi sem tekur á öllu. Þetta kerfi sé svar við við því. Anna Þórdís segir að með svona kerfi aukist yfirsýn og öryggi. Hún segir segir að kerfið haldi utan um öll mál lögmanna, kerfið getur haldið utan um fresti og verkefni í málum. Hægt sé að forskrá mál og verkferla, það henti til dæmis afar vel í slysamálum sem eru rekin með svipuðum hætti í hvert sinn. Kerfið heldur utan um hagsmunaárekstra, til dæmis ef einn lögmaður er með gagnnaðila sem er skráður umbjóðandi hjá öðrum lögmanni á sömu stofu. Þá er tímaskráningakerfi og kostnaðarskráningarkerfi og hægt er að taka allar upplýsingar út sem tölfræði og gröf. Það nýtist til dæmis vel fyrir stjórnendur sem fá betri yfirsýn yfir verkefni stofunnar og hvernig starfsmenn skipta tíma sínum.„Skemmtilegt að vinna að nýsköpun“ „Kjartan er hugbúnaðarsérfræðingurinn og sá um alla forritun á kerfinu,“ segir Anna Þórdís. „Við þrjú sáum um hönnun kerfisins í sameiningu og þar kom reynsla okkar Hildar Ýrar úr lögmannsstörfum sér vel. Við höfum í störfum okkar öðlast góða innsýn í hvernig best er að hafa svona kerfi.“ „Það er auðvitað skemmtilegt að vera hluti af svona nýsköpun á lögmannssviðinu og geta lagt eitthvað af mörkum þar,“ segir Anna Þórdís. Þau Kjartan, Hildur Ýr og Anna Þórdís eru með fleiri lausnir í þróun sem miðuð eru að öðrum atvinnugreinum.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira