Viðskipti innlent

Spá hægum hagvexti en bjartari framtíð

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Flestar greiningardeildir spá afar hægum hagvexti í ár.

Samkvæmt þjóðhags- og mannfjöldaspá Hagstofunnar, sem birt var í morgun, verður hagvöxtur á mann 0,9 prósent í ár. Reiknar stofnunin með 0.8 prósent vexti mannfjöldans og 1,7 prósenta hagvexti.

Til samanburðar hefur hagvöxtur á mann hér á landi verið 1,8 prósent á ári, að meðaltali, síðustu 20 árin.

Íslandsbanki spáir einnig hægum hagvexti, eða vexti upp á 1,2 prósent í ár. Miðað er við mannfjöldaspá hagstofunnar er það ekki nema 0,4 prósenta hagvöxtur á mann.

Greiningardeild Íslandsbanka segir hinsvegar að horfur séu bjartari fyrir árin 2014 og 2015, og samkvæmt spá bankans mun hagvöxtur á mann vera 2,3 prósent á næsta ári og 1,8 prósent árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×