Viðskipti

Segir nýja stefnu lykilinn að bættri afkomu

Nýherji ­skilaði 56 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en tapaði 149 milljónum á sama tíma 2013. Applicon-­félögin í Danmörku seld í mars. Ekkert óeðlilegt við fjárfestingar Nýherja í útlöndum árin fyrir hrun, segir Finnur.

Viðskipti innlent

Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð

Tíminn til að setja fram öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu er naumur, að mati Þorkels Sigurlaugssonar. Nýti stjórnvöld ekki sumarið til þess þurfi aðrir að taka við keflinu. Óróleiki og vantrú aukist þegar fólk átti sig á skertri greiðslugetu.

Viðskipti innlent

Umhverfisrask fylgir öllum leiðum

Landsnet kynnti í gær kerfisáætlun fyrir árin 2014 til 2023. Um leið voru kynnt drög að umhverfisskýrslu. Veruleg umhverfisáhrif og rask er samfara öllum kostum sem fyrir liggja í framtíðaruppbyggingu og styrkingu flutningskerfis raforku hér á landi.

Viðskipti innlent

Norðursigling fékk Landstólpann

Fyrirtækið Norðursigling á Húsavík er handhafi Landstólpans 2014, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, sem var afhent í fjórða sinn á ársfundi stofnunarinnar í Miðgarði í Skagafirði.

Viðskipti innlent

Skattar á íbúðaleigu lækki um helming

Fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis utan atvinnurekstrar og á grundvelli langtímaleigusamningar verður lækkaður úr tuttugu prósentum í tíu prósent, sem þýðir helmingslækkun frá því sem áður var.

Viðskipti innlent

Nokkur halli á rekstri Landspítala

Fjárheimildir og sértekjur Landspítala árið 2013 námu 43.809 milljónum króna og heildargjöld um 45.293 milljónum króna. Á milli áranna 2012 og 2013 hækkuðu heildarrekstrargjöld spítalans um 11,3% á verðlagi hvors árs.

Viðskipti innlent

Nýir fjárfestar í 365

Hlutafé 365 aukið um tæplega milljarð króna. Á bak við aukninguna eru núverandi eigendur og nýir fjárfestar. Tilkynnt um ráðningu Sævars Freys Þráinssonar í stól aðstoðarforstjóra. Honum er ætlað að halda utan um vöxt á fjarskiptamarkaði.

Viðskipti innlent

Innkalla Yaris bifreiðar

Toyota á Íslandi innkallar nú 1.480 Yaris bifreiðar vegna bilunar í festingu í mælaborði fyrir stýrissúlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009.

Viðskipti innlent